Þríhyrningur
Ganga á alla tinda Þríhyrnings 15. maí
Félagið vill þakka fyrir met þátttöku síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns. Vonum að sjá ykkur sem flest laugardaginn 15. maí en þá erum við með gönguferð á fjallið Þríhyrning í Rangárvallasýslu. Lagt verður af stað frá Samkaup (Horninu) kl 12.00, þar sem safnast verður saman í bíla og stefnan tekin á Fljótshlíðina.