Tindfjöll

Tindfjöll 12. júní

Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Af þeim er í góðu veðri stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar.

Ekið verður eins langt og fært er, alla vega að neðsta skála, og gengið þaðan um Skíðadal og Búraskarð, yfir jökulskallann að norðanverðum Ými og upp í skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni uppgöngu verður haldið til baka sunnan þeirra. Vegalengd 14-18 km (fer eftir því hversu langt við komust á bílunum).

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, hvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.

Útbúnaður: Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, góðan hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti. 

Mæting er við  Samkaup (Hornið), kl: 09:00 stundvíslega. Þar verður safnast saman í bíla og keyrt að einum af þeim þremur skálum sem staðsettir eru í Tindfjöllum.

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga

 

Vegalengd: um 14 km
Göngutími: 7+ klst
Hækkun: 600 – 800m
Mestahæð: 1464 m

GPS-leið