Tindfjöll

Tindfjöll 12. júní

Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Af þeim er í góðu veðri stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar.

(more…)

Comments Off on Tindfjöll

Hekla

Hekla 29. maí

Heklu þarf trúlega ekki að kynna fyrir neinum. Þetta magnaða eldfjall blasir víða við af Suðurlandinu og hefur í aldanna rás ógnað byggðum í nærsveitunum. Hekla er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og það eldfjall sem hefur spúð frá sér mestu magni gosefna, hrauni, gjósku og vikri.

(more…)

Comments Off on Hekla

Ingólfsfjall

Kvöldganga á Ingólfsfjall 12. maí

Um leið og félagið vill þakka en og aftur fyrir glæsilega metþátttöku í gönguna síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns, höfum við ákveðið að vera með álíka kvöldferð 12.maí n.k.(frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.

Ingólfsfjall í Ölfusi er 551m hátt og er það hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt.  Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar.

(more…)

Comments Off on Ingólfsfjall

Þríhyrningur

Ganga á alla tinda Þríhyrnings 15. maí

 Félagið vill þakka fyrir met þátttöku síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns. Vonum að sjá ykkur sem flest laugardaginn 15. maí en þá erum við með gönguferð á fjallið Þríhyrning í Rangárvallasýslu.  Lagt verður af  stað frá Samkaup (Horninu) kl 12.00, þar sem safnast verður saman í bíla og stefnan tekin á Fljótshlíðina.

(more…)

Comments Off on Þríhyrningur

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall 21. apríl

Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið.

Að þessu sinni skulum við feta í fótspor Ingólfs, skreppa á fjallið og virða fyrir okkur það útsýni sem forðum blasti við honum. Ingólfsfjall er hæst 551 m y.s. Það er hömrum girt að mestu nema að norðanverðu, þar eru aflíðandi brekkur upp að fara. Fyrrum, þegar mest allt Suðurlandsundirlendið var sjávarbotn, gekk sjór allt upp að Ingólfsfjalli og brotnaði hafaldan þá á þessum klettum. Að ofan er fjallið flatt. Það er um 5 km frá vestri til austurs en um 7 km frá norðri til suðurs. Við hefjum gönguna fyrir neðan Grænhól.

(more…)

Comments Off on Ingólfsfjall

Gosferð

Gosferð í Þórsmörkina brottför kl:13:00

Samkvæmt tilkynningu úr Samhæfingarmiðstöð þá er öllum slóðum og vegum lokað að gosstöðunum, gert er ráð fyrir fundi hjá Almannavörnum kl:11:00 og niðurstöður þess fundar er að vænta í hádeginu. Vegna þessa ástans verðum við að fresta fyrirhugaðari ferð, fylgist með hér á netinu um framhaldið, ef lokun á svæðinu verður aflétt, ætlum við að fara kl: 13:00

Ef að þessu verður mælist stjórn Ferðafélagsins til þess að þeir sem ætla í ferðina taki far með rútu sem verður til taks, þá dreifist kostnaður á fleiri og við ferðumst öll saman.

(more…)

Comments Off on Gosferð

Gosferð

Gosferð um páska.

Fyrirhuguð er ferð á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi um páskana, fylgist með nánari fréttum um ferðina hér á vefnum.

Möguleikarnir eru tveir, upp frá Skógum og nú úr Þórsmörkinni eftir að opna var fyrir þann möguleika í dag, þriðjudag.

(more…)

Comments Off on Gosferð

Marardalur

Marardalur 20. mars

Undan farið höfum við verið austan Hellisheiðar en nú skulum við færa okkur
vestur yfir Heiðina og heimsækja Marardalinn, en það er sigdæld undir vesturbrún Skeggja,
en svo nefnist hæsti hluti Hengilsins. Dalurinn er luktur hömrum á alla vegu, en botn hans
er flatur og grasi gróinn, einn þeirra unaðsreita, sem er að finna í nágrenni höfuðborgarinnar.

(more…)

Comments Off on Marardalur

Hestfjall 27. mars 2010

Hestfjall 27. mars 2010 ATH. BREYTT DAGSETNING

Enn leggjum við í’ann, nú er áætlunin að fara á Hestfjallið eitt af þekktari fjöllum í Grímsnesinu.

Leið 1. Farið er framhjá Kiðabergi og inn á afleggjara sem liggur að gömlu eyðibýli undir austur hlíð fjallsins, við förum eitthvað áleiðis inn á þennan afleggjara, áætlaðir km. í göngu eru níu.

Leið 2. Gengið er á Hestfjall frá bænum Vatnsnesi en tún bæjarins nær nánast að fjallinu, áætlaðir km. í göngu eru ellefu.

Við ákveðum hvora leiðina við förum, þegar við leggjum af stað.

(more…)

Comments Off on Hestfjall 27. mars 2010

AÐALFUNDUR

 Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður haldinn föstudagskvöldið 26. feb. n.k. kl: 20:00 í karlakórsheimilinu að Eyrarvegi 67 Selfossi.Eftir venjuleg aðalfundarstörf, kemur Þór Vigfússon á fundinn og flytur smá tölu um ferðamennsku…

Comments Off on AÐALFUNDUR