Göngugleði á Hrómundartind lau 18. apríl

Fyrsta göngugleði Ferðafélags Árnesinga verður laugardag 18. apríl. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Fara þarf á fjórhjóladrifnum bílum, en alls ekki er krafa um öfluga jeppa. Lagt verður af stað kl 09:30 og ekið sem leið liggur upp á Hellisheiði og þaðan um slóða til norðurs að Ölkelduhálsi. Þaðan verður gengið á Hrómundartind. Áætluð heimkoma er kl 14:30.

(more…)

Comments Off on Göngugleði á Hrómundartind lau 18. apríl

Félagsfundur fimmtudagskvöld 16. apríl

Fyrsti félagsfundur Ferðafélags Árnesinga, eftir stofnfundinn, verður fimmtudag 16. apríl kl 20 í sal Karlakórs Selfoss syðst við Eyraveg. Páll Ásgeir Ásgeirsson mun koma með fræðslu á þann fund og kynna ferðabækur sínar. Umræður um sumarstarfið.

(more…)

Comments Off on Félagsfundur fimmtudagskvöld 16. apríl

Ferðafélag Árnesinga stofnað

Ný deild í Ferðafélagi Íslands, Ferðafélag Árnesinga, var stofnuð á Selfossi þann 12. mars s.l. Fyrstu stjórn þess skipa Jón G. Bergsson formaður og meðstjórnendurnir Daði Garðarsson, Eiríkur Ingvarsson, Soffía…

Comments Off on Ferðafélag Árnesinga stofnað