Gönguræktin í hverri viku á miðvikudagskvöldum

Önnur gönguræktin var þann 29. apríl og gekk ljómandi vel. Alls mættu 16 manns og var gengið um Hellisskóg. Gengnir voru 5,7 km á  rétt innan við klukkutíma. Í fyrstu…

Comments Off on Gönguræktin í hverri viku á miðvikudagskvöldum

Ferðasaga – Ferðin á Hrómundartind

Smellið til að stækaÞað voru 10 manns sem mættu galvaskir í göngu, þrátt fyrir að veðurútlit væri ekki upp á það besta. Þungbúið var og skyggni lítið en veður sæmilega stillt. Ekið var upp á Hellisheiði inn á Ölkelduháls. Má segja að sá er þetta ritar hafi ekki kannað veginn nægilega vel því hann reyndist hálf ófær. Þó tókst að koma Cheerokee bíl Sigga Óla á leiðarenda með því að ýta aðeins í gegnum skaflana. Halldór Ingi vildi ekkert svona kæruleysi og beið eftir syninum sem ekur einum öflugusta og frægasta fjallabíl landsins.

(more…)

Comments Off on Ferðasaga – Ferðin á Hrómundartind

Göngugleði á Hrómundartind lau 18. apríl

Fyrsta göngugleði Ferðafélags Árnesinga verður laugardag 18. apríl. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Fara þarf á fjórhjóladrifnum bílum, en alls ekki er krafa um öfluga jeppa. Lagt verður af stað kl 09:30 og ekið sem leið liggur upp á Hellisheiði og þaðan um slóða til norðurs að Ölkelduhálsi. Þaðan verður gengið á Hrómundartind. Áætluð heimkoma er kl 14:30.

(more…)

Comments Off on Göngugleði á Hrómundartind lau 18. apríl

Félagsfundur fimmtudagskvöld 16. apríl

Fyrsti félagsfundur Ferðafélags Árnesinga, eftir stofnfundinn, verður fimmtudag 16. apríl kl 20 í sal Karlakórs Selfoss syðst við Eyraveg. Páll Ásgeir Ásgeirsson mun koma með fræðslu á þann fund og kynna ferðabækur sínar. Umræður um sumarstarfið.

(more…)

Comments Off on Félagsfundur fimmtudagskvöld 16. apríl

Ferðafélag Árnesinga stofnað

Ný deild í Ferðafélagi Íslands, Ferðafélag Árnesinga, var stofnuð á Selfossi þann 12. mars s.l. Fyrstu stjórn þess skipa Jón G. Bergsson formaður og meðstjórnendurnir Daði Garðarsson, Eiríkur Ingvarsson, Soffía…

Comments Off on Ferðafélag Árnesinga stofnað