Mikil göngugleði um helgina
Gönguræktendur miðvikudagkvöldsins eru óstjórnlega gönguglaðir og hyggja á tvær gönguferðir um helgina. Af því fólk er í sumarfríum og einstakir dagar henta þvi mis vel, verða farnar tvær ferðir um komandi helgi. Gengið verður á Búrfell í Grímsnesi á föstudagskvöld og Meitlana á sunnudagsmorgun.