Göngugleði á Geitafell um hvítasunnu

Gönguferð á Geitafell, sunnudaginn 31. maí
Eins og venjulega þegar við höldum í hann á sunnudegi þá er stefnumótsstaðurinn á bílastæðinu við Hornið kl. 09:30 stundvíslega, og þaðan verður ekið vestur Eyrabakkaveg um Þrengslaveg að Litla-Sandfelli.
(more…)

Comments Off on Göngugleði á Geitafell um hvítasunnu

Fjölskyldan á fjallið Mosfell 28. maí

HSK tekur þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eins og undanfarin ár og tilnefnir tvö fjöll á sambandssvæðinu.  HSK stendur fyrir göngu á Mosfell í Grímsnesi 28. maí nk. kl. 19:30.  Göngustjóri verður Hörður Óli Guðmundsson í Haga og gjaldkeri Umf. Hvatar.   
Mosfell í Grímsnesi er móbergsfjall sem er 254 m. hátt og er mjög auðvelt í uppgöngu.  Heppilegast er að ganga á fjallið frá kirkjustaðnum Mosfelli. Þar eru góð bílastæði og þá er þar príla yfir girðinguna fyrir ofan kirkjuna.

(more…)

Comments Off on Fjölskyldan á fjallið Mosfell 28. maí

Kvöldganga á Ingólfsfjall

Gönguræktin á miðvikudagskvöldum stefnir nú á Ingólfsfjall. Mæting er að þessu sinni við Þórustaðanámu kl 20:00. Lögð verður áhersla á að ganga með jöfnum og rólegum hraða upp fjallið, án…

Comments Off on Kvöldganga á Ingólfsfjall

Söguslóðir stríðsáranna

Miðvikudagskvöldið 13. maí verður kvöldganga undir leiðsögn Árna Erlingssonar, sem ætlar að fræða göngufólk um söguslóðir stríðsáranna á Selfossi. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) á Selfossi og lagt af…

Comments Off on Söguslóðir stríðsáranna

Kerlingafjöll 3.-4. júlí

Fyrirhugaðri helgarferð í Kerlingarfjöll hefur verið flýtt um eina viku og verður hún 3. - 4. júlí. Þetta er gert af því að mikið er bókað í húsin helgina á…

Comments Off on Kerlingafjöll 3.-4. júlí

Barnavagnagönguvika 11.-15. maí

Ferðafélag Árnesinga stendur fyrir gönguferðum með barnavagna og kerrur, mánudag til föstudags, 11. - 15. maí. Lagt af stað frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl 18 alla dagana. Öllum heimil…

Comments Off on Barnavagnagönguvika 11.-15. maí

Gönguferð á Hengilinn sunnudag 17. maí

Lýsing á gönguferð á Hengilinn sunnudaginn 17. maí nk. Eins og staðan er í dag þá er töluverður snjór á gönguleiðinni, en veðurspáin er frábær.

Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Lagt verður af stað kl 09:30, ekið verður að Skíðaskála Víkings í Sleggjubeinsskarði þar sem gangan hefst, ætluð heimkoma er kl 16:00.

(more…)

Comments Off on Gönguferð á Hengilinn sunnudag 17. maí

Gönguræktin í hverri viku á miðvikudagskvöldum

Önnur gönguræktin var þann 29. apríl og gekk ljómandi vel. Alls mættu 16 manns og var gengið um Hellisskóg. Gengnir voru 5,7 km á  rétt innan við klukkutíma. Í fyrstu…

Comments Off on Gönguræktin í hverri viku á miðvikudagskvöldum

Ferðasaga – Ferðin á Hrómundartind

Smellið til að stækaÞað voru 10 manns sem mættu galvaskir í göngu, þrátt fyrir að veðurútlit væri ekki upp á það besta. Þungbúið var og skyggni lítið en veður sæmilega stillt. Ekið var upp á Hellisheiði inn á Ölkelduháls. Má segja að sá er þetta ritar hafi ekki kannað veginn nægilega vel því hann reyndist hálf ófær. Þó tókst að koma Cheerokee bíl Sigga Óla á leiðarenda með því að ýta aðeins í gegnum skaflana. Halldór Ingi vildi ekkert svona kæruleysi og beið eftir syninum sem ekur einum öflugusta og frægasta fjallabíl landsins.

(more…)

Comments Off on Ferðasaga – Ferðin á Hrómundartind

Göngugleði á Hrómundartind lau 18. apríl

Fyrsta göngugleði Ferðafélags Árnesinga verður laugardag 18. apríl. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Fara þarf á fjórhjóladrifnum bílum, en alls ekki er krafa um öfluga jeppa. Lagt verður af stað kl 09:30 og ekið sem leið liggur upp á Hellisheiði og þaðan um slóða til norðurs að Ölkelduhálsi. Þaðan verður gengið á Hrómundartind. Áætluð heimkoma er kl 14:30.

(more…)

Comments Off on Göngugleði á Hrómundartind lau 18. apríl