Þríhyrningur

Ganga á alla tinda Þríhyrnings 15. maí

 Félagið vill þakka fyrir met þátttöku síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns. Vonum að sjá ykkur sem flest laugardaginn 15. maí en þá erum við með gönguferð á fjallið Þríhyrning í Rangárvallasýslu.  Lagt verður af  stað frá Samkaup (Horninu) kl 12.00, þar sem safnast verður saman í bíla og stefnan tekin á Fljótshlíðina.

Beygt verður upp hjá Tumastöðum og ekið upp í Vatnsdal, en svo nefnist lítill dalur sem liggur vestan Þríhyrnings. Við Fiskána verður stöðvað og gönguskórnir hnýttir. Gönguleiðin er stikuð og liggur upp á háls sunnan fjallsins og þaðan beint upp að toppnum. Útsýnið af fjallinu er stórfenglegt. Allt Suðurlandsundirlendið liggur fyrir fótum manns, allt frá SeljalandsfossiIngólfsfjalli. Í norðri glampar á Langjökul og Heklan er tignarleg skammt frá í norðaustri. Í fjallinu milli tindanna þriggja er Flosadalur, en þar leyndust Flosi og menn hans fyrir óvinum sínum, eins og segir í Njáls-sögu.

Í Vatnsdalnum, skammt frá þeim stað er við hefjum gönguna, er Vatnsdalshellir. Hellisopið sést varla úr bíl þrátt fyrir að opið sé rétt um 20 m frá veginum, sem er á milli Vatnsdals og Fiskár. Lítið gat sést framan á hól einum, en þegar inn er komið er hellirinn nokkuð stór og þar getur að líta op upp í gegnum þakið, líklega reykop ofan við hlóðir.

Ætlunin er að koma við í  Smáratúni í bakaleiðinni, en þar er rekin gisti- og veitingaþjónusta, og fá okkur eitthvað gott í kroppinn.

Vegalengd: 9. km
Göngutími: um 4. klst
Byrjunarhæð: 16
0m
Mestahæð: 678m

1613688433gonguskor2

GPS-leið

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga

Heimild:veraldarvefurinn