Gosferð

Gosferð um páska.

Fyrirhuguð er ferð á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi um páskana, fylgist með nánari fréttum um ferðina hér á vefnum.

Möguleikarnir eru tveir, upp frá Skógum og nú úr Þórsmörkinni eftir að opna var fyrir þann möguleika í dag, þriðjudag.

Veðurspáin fyrir laugardaginn 3. apríl en það er sá dagur sem við erum með í huga, er bjart veður á Fimmvörðuhálsinum en verulegt frost og má reikna með mikilli vindkælingu ef fer að hreyfa vind. Það er áréttað að fólk þarf að vera ákaflega vel búið til gönguferðar upp á hálsinn og vel nestað. Þá þarf fólk einnig að ráða við slíka göngu en hún er samtals um 30 kílómetrar og hækkunin um 1000 metrar, ef gengið er upp frá Skógum.

En ef farið er inn í Þósmörk og gangan hefst í Básum er hækkunin um 600 metrar og vegalengdin samtals um 12-16 km, ef þessi leið er valin þarf að fara á jeppum inn í Bása.

 Veðurspá