Að ferðalokum
Upp með Hengladalaá áttum við í morgun ævintýrin ekki smá umvafin af klettaborgum. Sönglaði áin, söng við foss seyðandi tók Kári undir. Melódían minnir oss á magnaðar gleði stundir. Héldum…
Upp með Hengladalaá áttum við í morgun ævintýrin ekki smá umvafin af klettaborgum. Sönglaði áin, söng við foss seyðandi tók Kári undir. Melódían minnir oss á magnaðar gleði stundir. Héldum…
Kambar er brött hlíðarbrekka austan í Hellisheiði vestan við Hveragerði. Hraunflóð hafa runnið þar niður nær 240 m háa hlíðina. Kambavegur þótti fyrrum all græfralegur.
Gengið frá Fljótshólum að Þjórsárósum vestur með ströndinni að Stokkseyri. Á leiðinni eru t.d. Knarrarósviti og rjómabúið á Baugstöðum en þar er minjasafn. Þjórsá er ein af vatnsmestu ám landsins og áhugavert að koma að ósum hennar.
Við höfum ákveðið að draga fram mjúka manninn í okkur og fresta gönguferðinni sem fyrir huguð er á morgun laugardag frá Þjórsárósum að Stokkseyri vegna slæmra veðurspár. Það er nú…
Vegna óhagstæðrar veðurspár um helgina, gæti sú stað komið upp að við yrðum að fresta gönguferðini frá Þjórsárósum að Stokkseyri. Fylgist með hér á vefnum, þegar nær dregur. Kveðja Ferðafélag…
Sæl veri þið, vil benda ykkur á þessa frétt sem er inn á vef F.Í
Gönguleiðir að fjallabaki, tækifæri og framtíðarsýn
Fundur um gönguleiðir að fjallabaki verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit laugardaginn 15. janúar nk. frá kl. 14:00 – 16:30.
Á fundinum verða nokkur framsöguerindi um gönguleiðir að fjallabaki. M.a. verður fjallað um þau verkefni sem unnið hefur verið að og kynntar hugmyndir að áframhaldandi uppbyggingu gönguleiða á svæðinu. Einnig verða ræddar hugmyndir um frekara samstarf við kortlagningu og merkingar á hálendinu.
Meðal framsögumanna er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og mun hann kynna hvernig Norðmenn hafa staðið að gönguleiðauppbyggingu, en þeir eru mjög framarlega á því sviði.
Vonast er til að fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélags og áhugafólk um gönguleiðir að fjallabaki mæti og taki þátt í umræðum um málefnið.
Gönguræktin 15. desember
Næsta göngurækt sem verður 15. desember n.k. verður ekki hefðbundin, við ætlum að mæta við Þrastarskóg kl:18:30, gengið verður um skóginn og endað á kakói og piparkökum.
Miðað við hvernig veðurspáin er þá gæti orðið stjörnubjart, og jafnvel gæti verið sætanlega tunglbjart þar sem sex dagar eru í fullt tungl.