Miðfell

Miðfell við Flúðir 5. nóvember

Af fellinu er mikið útsýni. Sú trú er að í Miðfellsvatni, sem er uppi á fellinu, sé nykur. Ekki er ólíklegt að þessi tími árs, þegar veturinn er ný genginn í garð, hvetji nykurinn til að láta sjá sig.

Gangan er frekar auðveld og hafa allir aldurshópar farið á fellið. Að lokinni fjallgöngunni er gott að fá sér léttan hádegisverð á Hótel Eddu eða Gistiheimilinu Grund.

Eins og jafnan í viðburðum Ferðafélags Árnesinga, er ekkert þátttökugjald, nema annað sé tekið fram. Það er svo samkomulagsatriði milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:30, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla. Áætlaður göngutími er 2-3 klst.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga.
Heimildir alnetið, ljósm. SigHólm