Sumar í Árborg

Bendum ykkur á tvo dagskrárliði úr veglegri dagskrá Sumar í Árborg

 

Laugardagur 6.ágúst

11:00 Hópganga á Ingólfsfjall
Mæting á hlaðið við Alviðru.
Göngustjóri er Ólafur Þórarinsson (Labbi) og gengið verður alla leið upp á Inghól þar sem fegurðin er óborganleg.
Gera má ráð fyrir 2 klst. í gönguna og
leiðin þykir nokkuð krefjandi.

 

16:00 “Gengið um Gamla bæinn” – Þór Vigfússon
Þór Vigfússon, sögumaður og Kjartan Björnsson, göngustjóri fara fyrir sögugöngu um Selfoss. Farið frá Tryggvaskála kl. 16 og gengið út fyrir
á, í gegnum hverfið á Langanesi þar sem saga hverfisins verður rakin og m.a. farið yfir hernámsárin. Göngunni lýkur við ferjustaðinn í Hellisskógi þar
sem boðið verður upp á kaffi og kleinur.

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga