Fanntófell

Fanntófell 9. júlí

Nú verður gengið á Fanntófell, lítið er um þetta fjall að segja, fjallið stendur virðulega utan í dyngjunni Oki. Gengið verður frá Kaldadalsvegi við Hrúðurkarla og farið upp suðvestan til á fjallið.

Gangan að fjaliinu er um mela og er tilbreytinga lítil, en þegar upp er komið er úsýnið gott einkum til vesturs. Borgarfjörðurinn liggur opinn fyrir augum okkar. Skarðsheiði og út eftir Snæfellsnesi allt til jökuls. Akrafjall tekur sig vel út og Esjan endilöng með Móskarðshnjúka í endann. Hvalfell og Þingvallafjöll sjást glöggt og allt til Eyjafjallajökuls í suðri. Nær eru glæsileg fjöll, Geitlandsjökull, Prestahnjúkur og nágranninn Þórisjökull, Skjaldbreiður og Okið,en samkvæmt íslenzkri þjóðsögu segir að Okið og Skjaldbreiður séu brjóst ungrar risameyjar, sem varð að steini þegar ættir trölla urðu aldauða í landinu. Könnum það kannski síðar.

Vegalengd: um 12. km
Göngutími: 4-5. klst
Byrjunarhæð: 530 m
Mestahæð: 901 m
GPS
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla, mælst er til þess, að þeir sem vilja nýta sér sæti hjá öðrum borgi 1000. kr. fyrir sætið.
Heimild :veraldarvefurinn
Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga