Hellisheiðarvegur
Hellisheiðarvegur 12. mars
ATH. breyting á upphafsstað göngu, farið inn á heiðina til norðurs fyrir ofan Hveradalabrekku
Nú verður fetað í fótspor forfeðranna og hluti af gömlu þjóðleiðinni yfir Hellisheiði gengin. Haldið verður frá þeim stað þar sem Sæluhús SVFÍ stóð á Hellisheiðinni og gengið þaðan í vesturátt að Hellisskarði sem er fyrir ofan Kolviðarhól. Sú leið er öll vörðuð axlarháum vörðum með jöfnu millibili. Á miðri leiðinni er haganlega hlaðinn kofi úr hellugrjóti sem veitti lúnum ferðalöngum húsaskjól í slæmum veðrum.