Myndasyrpur
Loksins eru myndasyrpur komnar inn á heimasíðuna. Þær má skoða undir liðnum Myndir, hér til vinstri. Ferðasögur og upplýsingar um fólk á myndum eru vel þegnar. Þær sendist á netfangið…
Loksins eru myndasyrpur komnar inn á heimasíðuna. Þær má skoða undir liðnum Myndir, hér til vinstri. Ferðasögur og upplýsingar um fólk á myndum eru vel þegnar. Þær sendist á netfangið…
Þá er að búa sig undir göngugleði júnímánaðar. Nú verður komið saman í Úthlíð og notið þar þjónustu heimamanna. Þaðan verður ekið áleiðis að Högnhöfða og síðan gengið á höfðann. Ökuleið fær slyddujeppum. Snjór efst á gönguleiðinni og kannski einhver aurbleyta. En útsýnið og gönguleiðin er hverrar mínútu virði. Svo nú er að lesa meira …. og koma svo!
Minnum á gönguræktina á miðvikudag. Nú hittumst við á hefðbundnum stað við Samkaup (Hornið) kl 20:00 og tökum óhefðbundið sjónarhorn á bæinn okkar.
HSK tekur þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eins og undanfarin ár og tilnefnir tvö fjöll á sambandssvæðinu. HSK stendur fyrir göngu á Mosfell í Grímsnesi 28. maí nk. kl. 19:30. Göngustjóri verður Hörður Óli Guðmundsson í Haga og gjaldkeri Umf. Hvatar.
Mosfell í Grímsnesi er móbergsfjall sem er 254 m. hátt og er mjög auðvelt í uppgöngu. Heppilegast er að ganga á fjallið frá kirkjustaðnum Mosfelli. Þar eru góð bílastæði og þá er þar príla yfir girðinguna fyrir ofan kirkjuna.
Gönguræktin á miðvikudagskvöldum stefnir nú á Ingólfsfjall. Mæting er að þessu sinni við Þórustaðanámu kl 20:00. Lögð verður áhersla á að ganga með jöfnum og rólegum hraða upp fjallið, án…
Miðvikudagskvöldið 13. maí verður kvöldganga undir leiðsögn Árna Erlingssonar, sem ætlar að fræða göngufólk um söguslóðir stríðsáranna á Selfossi. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) á Selfossi og lagt af…
Fyrirhugaðri helgarferð í Kerlingarfjöll hefur verið flýtt um eina viku og verður hún 3. - 4. júlí. Þetta er gert af því að mikið er bókað í húsin helgina á…
Ferðafélag Árnesinga stendur fyrir gönguferðum með barnavagna og kerrur, mánudag til föstudags, 11. - 15. maí. Lagt af stað frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl 18 alla dagana. Öllum heimil…
Lýsing á gönguferð á Hengilinn sunnudaginn 17. maí nk. Eins og staðan er í dag þá er töluverður snjór á gönguleiðinni, en veðurspáin er frábær.
Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Lagt verður af stað kl 09:30, ekið verður að Skíðaskála Víkings í Sleggjubeinsskarði þar sem gangan hefst, ætluð heimkoma er kl 16:00.