Skráning fyrir Högnhöfða

Þeir sem ætla að mæta í Göngugleði á Högnhöfða laugardag 20. júní, eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti á netfangið ffarnesinga@gmail.com. Slíkt auðveldar skipulagningu ferðarinnar og undirbúning ferðaþjónustuaðila í Úthlíð. Allar nánari upplýsingar um ferðina eru í frétt hér á heimasíðunni. Þátttökugjald er ekkert, er hver ferðast og kaupir þjónustu á eigin kostnað. Allir velkomnir.