Mæting við Samkaup á Selfossi laugardagsmorguninn 24. september þar sem sameinast verður í bíla (brottför kl 9:00) og ekið á Hvolsvöll, þar bíður rúta sem ekur okkur inn í Langadal. Æskilegt er að þeir sem fá far með öðrum á Hvolsvöll greiði 1000. kr fyrir sætið.
 Gist verður í Skagfjörðsskála, við höfum takmarkaðan fjölda gistiplássa eða 30. kojupláss, en nú þegar eru nokkur pláss bókuð (það verða fleiri í skálanum en við) þannig að ef fleiri vilja með en komast í skálann er möguleiki að tjalda.Þórsmörkin

Gönguferðir verða báða dagana. Ólafur Auðunsson þekkir Þórsmerkursvæðið mjög vel og verður göngustjóri. Nóg er af fallegum gönguleiðum á svæðinu, t.d. á laugardeginum er áætlað að fara inn í Bása og á Réttarfellið og niður með Álfakirkjunni þetta er um 3-4 tíma ganga rólega, á sunnudeginum eftir morgunmat kl:10:00 er áætlað að fara á Valahnjúk eða í Gluggahelli, en allt mun þetta fara eftir veðri hvert verður farið.

Sameiginlegur kvöldmatur verður á laugardagskvöldinu; grillað lambakjöt og eitthvað gott með því. Annan mat þarf fólk að hafa með sér og sömuleiðis alla drykki.

Eins og áður verður gítar með í för en allar skemmtilegar uppákomur eru vel þegnar.

Það er með þessa ferð eins og aðrar á vegum FFÁR að kostnaði er stillt mjög í hóf, verð er 5.000- kr fyrir félagsmenn, en kr. 10.000- utan félags, innifalið í verði er rútuferð, gisting og matur á laugardagskvöldinu.

Náttúran og gróðurinn skartar sínu fegursta í Þórsmörk á þessum tíma og dulúðlegir og mildir haustlitir hafa dreymandi áhrif á ferðafélaga.

Þátttakendur þurfa að skrá sig í þessa ferð í síðasta lagi kl:12:00 fimmtudaginn 22. september, með því að greiða inn á reikning Ferðafélagsinskt:430409-1580, reikn189-26-1580.

Með góðri kveðju Ferðafélag Árnesinga.

Móskarðshnjúkar 03.09.2016

        Ekið er frá Reykjavík upp Mosfellsdal, beygt er til vinstri efst í dalnum þar sem er skilti merkt Hrafnhólar. Eftir að komið er framhjá Hrafnhólum er ekið eftir malarslóð að gamalli sumarhúsabyggð. Hér endar slóðin við Skarðsá en yfir hana er göngubrú.
Héðan er gengið upp móann til hægri og upp á Þverfellið, hægra megin við Gráhnjúk. Eftir Þverfellið er gengið að vestari hnjúknum en þar tekur við greinileg gönguslóð sem rétt er að fylgja. Liggur slóðin í austur utan í vestari hnjúknum og í skarðið milli hnjúkanna. Úr skarðinu er greiðfær leið upp á vestari hnjúkinn sem er hærri eða 807 m.y.s. Síðan er tilvalið að ganga á vestari hnjúkinn sem er 787 metra hár. Þaðan má síðan ganga niður vestan megin og að Laufskörðum.

móskarð

default GPS (79 KB) til viðmiðunnar
Mæting er að við „Hornið“ (Samkaup) á Selfossi kl. 09:00 og sameinast þar í bíla.
Áætlað er að leggja af stað í gönguna um kl. 10:30.
Reikna má með að vegalengdin sé 9 km. og um 4 tímar í göngu, heildarhækkun um 700 metrar. 
Munið eldsneytispening 2000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. 
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd

Fjallabak 13. ágúst

Að þessu sinnu verður gengið frá Álftavatni til Landmannalauga.
Daði Garðarsson mun sjá um göngustjórn og leiðarval.

Brottför frá Samkaup/Horninu á Selfossi kl 7:00. Þar verður rúta sem keyrir hópinn í Álftavatn og síðan verður rúta sem sækir í Landmannalaugar þegar þangað er komið. Gera þarf ráð fyrir löngum degi og að komið verði til baka á Selfoss seint að kvöldi. Verð fyrir félagsmenn FFÁR og annarra deilda FÍ er 5000 kr (það miðast við að fólk hafi þegar greitt félagsgjöldin fyrir 2016) en 8000 kr fyrir aðra. 
Greiðsla vegna ferðarinnar leggist inná reikning Ferðafélags Árnesinga kt:430409-1580, reikn: 189-26-1580.
Fjallabak
Akstur frá Selfoss að Álftavatni tekur um 3 ½ klst.
Byrjunarhæð 540 metrar
Mestahæð 970
Uppsöfnuð hækkun 1200 metra
Vegalengd 26 km.
Áætlaður göngutími 8-9 klst.
 default GPS (38 KB) 
Töluverður hluti göngunnar er í snjó.
Lagt af stað frá Álftavatni um Einstigisgil yfir Torfajökul niður í Jökulgil, muna eftir vaðskóm það þarf að vaða Jökulkvíslina, upp Uppgönguhrygg, niður á milli gilja (Litla og StóraBrandsgil), Laugar.Fjalla track
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók

Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2016 er að þessu sinni helguð Skagafirði austan vatna.

Gönguræktin á Selfossi

Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Samkaupum(Hornið). Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top