Ok er grágrýtisdyngja. Á síðasta ári var formlega hætt að kalla það jökul, en eru þó ágætir skaflar þar.  Gangan er nokkuð löng og tilbreytingar lítil. En þegar komið er á toppinn sem er um 1170 m er útsýnið mikið. Gangan sjálf hefst á Kaldadalsleið þar sem heitir Langihryggur. Gönguvegalengd er um 11 km og heildarhækkun nær 500 m.
Haldið frá FSU Selfossi kl. 8.00.  Þar er sameinast í bíla eftir því em fólk vill, gott að vera búin að ath. það áður ef einhvern vantar far og greiða í eldsneytiskostnað 1.000 kr. Hittum þá sem koma af höfuðborgarsvæðinu við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum um kl. 8.45 og höldum inn á Kaldadal vegur númer 550ok
Göngustjórn eru félagar í FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Bláfell blasir við þegar haldið er inn á Kjalveg sunnan meginn. Þjóðsögur tengjast fjallinu. Það er um 1200 m á hæð. Hækkun á göngu er um 700 m þegar komið er upp á Bláfellshálsinn. Gönguleiðinn er nokkuð jafnar brekkur upp. Nú er en snjór og því þó nokkur hluti göngunnar á snjó.
Gönguvegalengdinn eru m 8 - 9 kmBláfell
Þegar göngunni er lokið á Bláfell er haldið niður af hálsinum og stoppað við Grjótá. Þar bæist við smá ganga inn í gil sem nefnist Kór. Tekur það 1 til 1 1/2 tíma.
Miðað við veðurspá er gott að hafa með sér góða sólarvörn.
Farið frá FSU kl. 8.00 og semeinast í bíla eftir því sem fólk vill. Gott hjá þeim sem vantar far að vera búnir að tryggja sér það. Vegurinn upp á Bláfellsháls er ekki góður núna og því ekki spennandi fyrir fólksbíla en þó fær þeim að sögn Vegagerðarinnar.
Göngustjórar á vegum FFÁR

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Hafnarfjall er þekktast fyrir hvassar vindhviður. Oft hafur göngufólk þurft frá að hverfa. Útsýnið svíkur engan þegar upp er komið. Stefnum á að fara þar hringleið upp hægrameginn þegar staðið er á móti fjallinu og þar á einhverja tinda og niður hinumeginn. Þetta er nokkuð bratt og skriður. Hæðst er fjallið um 845 m og uppsöfnuð gönguhækkun um 900 m. Vegalengdinn er um 8 km. Göngutími ca. 5 klsthafnarfjall
Farið verður frá FSU á Selfossi kl. 8.00 Vilji fólk safnast saman í bíla biðjum við það að vera búið að undirbúa það áður en það kemur á staðinn. Hittum fleiri við N1 í Mosó á leiðinni. Reynum að hlíða Víði og fleirum.
Ganga hefst um eða upp úr kl. 10.00 rétt við vegamótinn á þjóðvegi 1 og 50

Göngustjóri úr FFÁR

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top