Ferðafélag Árnesinga Gönguferðir Félagsskapur

Ný deild í Ferðafélagi Íslands, Ferðafélag Árnesinga, var stofnuð á Selfossi þann 12. mars 2009.
Fyrstu stjórn þess skipuðu Jón G. Bergsson formaður og meðstjórnendurnir Daði Garðarsson, Eiríkur Ingvarsson, Soffía Sigurðardóttir og Ægir Sævarsson. Varamenn voru Ragnheiður Ástvaldsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Skjalavörður var kosinn Þorsteinn Másson. Um 70 manns skráðu sig í félagið sem stofnfélagar.

Félagið mun beita sér fyrir ferðalögum innanlands, einkum um sunnanvert landið, kynna gönguleiðir og efla möguleika og virkni fólks á öllum aldri í gönguferðum og annarri útiveru.

Stjórn Ferðafélags Árnesinga

Formaður Björg Halldórsdóttir
Ritari Hulda Svandís Hjaltadóttir
Gjaldkeri Sigrún Helga Valdimarsdóttir
Meðstjórnendur Magnús Baldursson og Halla Eygló Sveinsdóttir
Varamenn Ólafur Auðunsson og Kristín Silja Guðlaugsdóttir
Skjalavörður Þorsteinn Másson
Ferðanefnd Olgeir Jónsson, Dóra Þorleifsdóttir, Guðjón Pétur Arnarson, Björg Halldórsdóttir

Lög Ferðafélags Árnesinga

1. gr. Félagið heitir Ferðafélag Árnesinga (skammstafa FÁR)
Félagssvæðið er Suðurland.
2. gr. Félagið er áhugmannafélag og vill stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum Suðurland.
3. gr. Félagið er deild í Ferðafélgi Íslands en starfar sjáfstætt og hefur sjálfstæðan fjárhag.
Helmingur árgjalds rennur í sjóð Ferðafélags Íslands. Innan félagsins má stofna deildir með sérstök áhugamál, s.s. unglingadeild, fjallgöngudeild o.s.frv.
4. gr. Stjórn félgsins skipa fimm menn, kosnir á aðalfundi.
Formaður skal kosinn sérstaklega, árlega. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir á tveggja ára fresti, tveir í hvert sinn og skipta þeir með sér verkum. Þó skal kjósa þrjá menn ef annar þeirra sem í stjórn er kosinn formaður. Til bráðabirgða á fyrsta ári skulu fyrri tveir stjórnarmenn kjörnir til 2ja ára en síðari til 1árs.
Í varstjórn eru tveir menn kosnir árlega og sitja þeir stjórnarfund, en hafa aðeins atkvæðarétt í forföllum aðalmanna.
Stjórnin skipar nefndir eftir þörfum, s.s. bygginganefnd, ferðanefnd, ritnefnd og útbreiðslunefnd.
5. gr. Aðalfund skal halda fyrir marslok ár hvert. Þá skal stjórn félagsins leggja fram starfsskýrslu og skoðaða reikninga. Þá skal kjósa í stjórn, varastjórn, einn endurskoðanda/skoðunarmann, annan til vara og skjalavörð.
Aðra félagsfundi heldur stjórnin þegar henni þykir ástæða til, en er skyld til þess ef 25 félagsmenn æskja þess skriflega. Félagsfundir teljast lögmætir ef þeir eru boðaðir með viku fyrrivara. Auglýsa skal fundina á heimasíðu og með sérstökum tilkynningum á vefföng(email) félagsmanna. Atkvæðisrétt hafa allir fullgildir meðlimir félagsins.
Til lagabreytinga þarf samþykki 2/3 hluta félaga á aðalfundi.
Stjórn félagsins ákveður árgjald, sem er ávallt það sama og er hjá Ferðafélagi Íslands.
6. gr. Stjórnin gerir tillögur til aðalfundar um menn í stjórn og varastjórn, ásamt tveimur endurskoðendum/skoðunarmönnum auk skjalavarðar. Einnig gerir stjórnin tillögur um skipan fólks í nefndir félagsins fyrir komandi starfsár.
7. gr. Verði félaginu slitið, skal eignum þess ráðstafað til hliðstæðs félags á Suðurlandi, Ferðafélags Íslands eða annara deilda þess.
8. gr. Að öðru leiti en hér er ákveðið gilda lög Ferðfélags Ísland.

Afslættir

Ferðafélag Árnesinga er aðildarfélag Ferðafélags Íslands og njóta félagar FFAR allra sömu réttinda og afsláttar og félagar FI.

Félagsmenn FÍ njóta umtalsverðra fríðinda. Má þar Árbók félagsins sem er innifalin í árgjaldi. Afslátt í ferðir félagsins, afslátt í gistingu í skála félagsins sem og í skála ferðafélaga á norðurlöndum, afslátt í fjölda verslana og fróðlegra upplýsinga um ferðalög.

Síðast en ekki síst er félagsskapurinn afar mikilvægur, að vera í góðum hóp fólks sem hefur yndi af því að ferðast um landið okkar.

Skálar FÍ, 38 standa öllum opnir. Almenningur hefur not af gönguleiðum og brúm sem félagsmenn hafa merkt og smíðað. Útsýnisskífur lýsa staðháttum öllum sem á þær líta. Íslandslýsingar Ferðafélagsins, árbækurnar, eru öllum ætlaðar. Þótt Ferðafélag Íslands sé nú meðal fjölmennustu félaga landsins er enn þörf liðsmanna, sem leggja sitt af mörkum til þeirrar menningar- og ræktunarmála er Ferðafélagsmenn ástunda.

Með félagsaðild í Ferðafélagi Íslands opnast óteljandi möguleikar um spennandi ferðalög innanalands.
Ekki þarf að hafa neina sérstaka reynslu af ferðalögum til að ganga í FÍ, bara áhuga.
Allir félagsmenn fá félagsskírteini þar sem fram koma öll þau fríðindi sem félagsmenn njóta.
Ferðaskálar og Sæluhús FÍ og deilda þess eru alls 36 talsins

  • Félagsmenn fá afslátt í ferðir félagsins
  • Félagsmenn fá afslátt á gistingum í skálum félagsins
  • Félagsmenn fá þjálfun og leiðsögn um ferðalög
  • Félagsmenn fá fréttabréf FÍ sent heim
  • Félagsmenn fá Árbók FÍ senda heim eftir að hafa greitt árgjaldið
  • Félagsmenn fá afslátt í fjölda verslana, m.a. útivistarverslana Sjá nánar hér

Vertu með

Skráðu þig inn og drífðu þig út!
Tekið er við skráningum á netfangið ffarnesinga@gmail.com

Hafðu samband

Þú getur haft samband við formanninn, Björg Halldórsdóttur í síma 848 8148 eða í netfang Ferðafélags Árnesinga sem er ffarnesinga@gmail.com