Kerlingafjallaferð frestað um viku

Því miður hafa aðeins 2 formlegar skráningar borist vegna fyrirhugaðrar Kerlingafjallaferðar og er henni því frestað um viku.  Lokatilkynning um þátttöku í þá ferð er til kl 21:00 miðvikudagskvöldið 8 júlí. Þótt við séum ekki að rukka þátttökugjald í þessar ferðir, liggur samt nokkur undirbúningur að baki þeim, fararstjórar til taks og fleira. Því þarf skráningu til að skipulagður viðburður fari fram.

Við erum auðvitað ekkert að skamma fólk fyrir lélega þátttöku. Fólk dreifist auðvitað vísðsvegar á sumrin og ekki er viðbúið að öllum henti sami tími. En ef þið félagar góðir, og aðrir sem vilja slást í för með okkur, viljið mæta í skipulegar ferðir í þessum skemmtilega félagsskap, þá verðið þið að skrá ykkur. Svo einfalt er það!

Nema í gönguræktinni á miðvikudagskvöldum! Þá mæta þeir sem mæta vilja við Samkaup (Hornið)  kl 20:00 og fara í létta kvöldgöngu saman.