Lagafell
Lágafell 19. október
Hofmannaflöt er rennisléttur völlur austan Ármannsfells og norðan Þingvalla. Þaðan leggjum við upp í gönguna á Lágafellið(589). Hún er kringd fjöllum á þrjá vegu og opin móti suðri. Austan hennar er Mjóafell og norðan þess Goðaskarð. Norðan flatarinnar er allsérstætt fell, sem lítur út eins og sæti og ber nafn með rentu, Meyjarsæti (237m). Beggja vegna þess eru Sandkluftir, þröng skörð, sem hafa bæði borið umferðina milli Sandkluftavatns og Hofmannaflatar öldum saman.