Lagafell

Lágafell 19. október

Hofmannaflöt er rennisléttur völlur austan Ármannsfells og norðan Þingvalla. Þaðan leggjum við upp í gönguna á Lágafellið(589). Hún er kringd fjöllum á þrjá vegu og opin móti suðri. Austan hennar er Mjóafell og norðan þess Goðaskarð. Norðan flatarinnar er allsérstætt fell, sem lítur út eins og sæti og ber nafn með rentu, Meyjarsæti (237m). Beggja vegna þess eru Sandkluftir, þröng skörð, sem hafa bæði borið umferðina milli Sandkluftavatns og Hofmannaflatar öldum saman.

Fyrrum lá bílvegurinn um eystra skarðið en síðustu áratugina hefur vestara skarðið verið notað. Aðalástæða þess er, að sandskaflar lokuðu oft veginum austan Sandkluftavatns, sem gerist tæpast vestan þess. Gömul, friðlýst veghleðsla upp í eystra skarðið sunnanvert sést enn þá greinilega.hofmannaflot Flötin sjálf var löngum ræktuð og slegin fyrr á tímum og þar var kærkominn áningarstaður ferðamanna, sem komu langa leið um Kaldadal. Ármannssaga segir frá leikum, sem fóru fram á Hofmannaflöt, þegar helztu tröll landsins hittust þar. Í vorleysingum safnast vatn á flötina og talsvert djúp tjörn myndast. Margir urðu fyrir því að missa bíla sína niður um ís á tjörninni, þegar vegurinn lá um eystra skarðið. Eyfirðingavegur lá sunnan Langjökuls og Skjaldbreiðar niður Goðaskarð á Hofmannaflöt.

 

 
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.
Vegalengd: um 14. km
Göngutími: um 4. klst.
Kveðja Ferðafélag Árnesinga