Sandfell-Selfjall

Sandfell – Selfjall 1. mars

Leggum af stað í gönguna frá bílastæðinu sem er rétt innan við gatnamótin Sandskeið –Bláfjöll.

Byrjum á því að rýna í Íslandsvitann sem er 14. ára um þessar mundir, en hann er reistur úr fjórum 3 metra háum sívalningum, tilefnið var menningarárið 2000.

Héðan tökum við stefnu á Selfjallið sem er lágreist en breitt frá vestri til austurs. Fjallið er úr gömlu móbergi, en á svæðinu er einnig eldra grágrýti sem hraun hafa að nokkru runnið yfir. Selfjallið er í landi Lækjarbotna og er sunnan Selhóla en austur af því er Sandfellið, Selfjallið er 269 m hátt og er þar er talsvert útsýni. Þegar við komum niður af Selfjallinu förum við um skarð sem liggur á milli þessara tveggja staða sem við erum að fara á en um skarðið liggur einnig háspennulína til Straumsvíkur.sandfell
Gangan á Sandfell á þessum slóðum er nokkuð á fótinn og tæplega 200 metra hækkun í einni bunu. Sandfellið stendur nokkuð hærra en Selfjall og nokkuð víðsýnna af því fyrir vikið, sérstaklega til austurs einnig sést
vel yfir höfuðborgarsvæðið, fellið um 352 metri á hæð.

Helstu kennileiti eru Lyklafellið, Hengillinn, Vífilsfellið og Bláfjallafjallgarðurinn en hann er á áætlun hjá okkur 5. apríl n.k.

 

Vegalengd: um 13 km.

Göngutími: 3-4 klst.

GPS til viðmiðunar

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla, verð fyrir sæti kr.1000-

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga,