Sumar í Árborg

Bendum ykkur á tvo dagskrárliði úr veglegri dagskrá Sumar í Árborg   Laugardagur 6.ágúst 11:00 Hópganga á IngólfsfjallMæting á hlaðið við Alviðru.Göngustjóri er Ólafur Þórarinsson (Labbi) og gengið verður alla…

Comments Off on Sumar í Árborg

Landmannalaugar

 

Landmannalaugar 13. ágúst

Helstu kennileiti á gönguleiðinni:

Laugahraun: Í jaðri þessa hrauns koma upp hinar frægu heitu lindir Landmannalauga, með öllu tilheyrandi ferðamannafári.  Upphafskafli Laugavegarins liggur þaðan yfir hraunið.  Þetta dökka, grófa hraun (rýólít með hrafntinnuslikju) kom upp í öxl Brennisteinsöldu árið 1480.

(more…)

Comments Off on Landmannalaugar

Bláfell

Bláfell 23. júlí

Bláfell er raunar fyrir sunnan Hvítárvatn og engan veginn á Kili,en þetta er mikið fjall og fagurt og girnilegt til fróðleiks. Það er ílangt nokkuð í stefnu NA-SV, og hátindurinn, 1204 m y. s., lítill

(more…)

Comments Off on Bláfell

Fjallgöngumessa

Fjallgöngumessa á Ingólfsfjalli Sunnudaginn 10. júlí verður fjallgöngumessa á Ingólfsfjalli.  Lagt verður af stað frá malargrifjunum kl. 15 og gengið í rólegheitum upp fjallið.  Lesnir verða viðeigandi ritningartextar áður en…

Comments Off on Fjallgöngumessa

Þrastarskógur

Þrastaskógur 100 ára Í ár eru 100 ár síðan að ungmennafélagar eignuðust Þrastaskóg í Grímsnesi. Af því tilefni bíður Ungmennafélag Íslands í skógargöngur öll þriðjudagskvöld í júlí. Allar skógargöngurnar taka…

Comments Off on Þrastarskógur

Fanntófell

Fanntófell 9. júlí

Nú verður gengið á Fanntófell, lítið er um þetta fjall að segja, fjallið stendur virðulega utan í dyngjunni Oki. Gengið verður frá Kaldadalsvegi við Hrúðurkarla og farið upp suðvestan til á fjallið.

(more…)

Comments Off on Fanntófell

Kluftir

Kluftir 18. júní

Í heimildum er fyrst getið um búskap á Kluftum árið 1703.  Torfbærinn Kluftar hefur verið í eyði frá árinu 1954.  Lengi vel var þessi jörð eins konar útvörður sveitarinnar, efsta byggt ból og næst afrétti, í austan- verðum Hrunamannahreppi.

(more…)

Comments Off on Kluftir

Bjólfell

Bjólfell 4. júní

Bjólfell, áberandi fjallshryggur, (443 m), suðvestan undir Heklu. Við fjallið eru bæirnir Næfurholt, Hólar og Haukadalur. Í Bjólfelli átti að vera bústaður tröllkonu, systur þeirrar sem bjó í Búrfelli.

(more…)

Comments Off on Bjólfell

Gönguferðaáætlun Ferðamálafélags Skaftárhrepps

Gönguferðaáætlun Ferðamálafélags Skaftárhrepps. Sælir göngufélagar, mér datt í hug að setja þetta á vefinn okkar ef þið viljið/getið nýtt ykkur þetta í sumar. Nú er búið að setja saman áætlun…

Comments Off on Gönguferðaáætlun Ferðamálafélags Skaftárhrepps

Fjölskyldan á fjallið

Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ, og er liður í verkefninu Göngum um Ísland. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á rúmlega 20 fjöll víðsvegar um landið.
HSK mun taka þátt í verkefninu fjölskyldan á fjallið líkt og undanfarin ár en verkefnið er nú haldið í 10. sinn.  HSK hefur alltaf tilnefnt tvö fjöll og eru fjöllin því orðin 20 að tölu. Gíslholtsfjall í Holtum og Bjarnafell í Ölfusi urðu fyrir valinu í ár.
Göngugarpar eru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök útivistarverðlaun.

(more…)

Comments Off on Fjölskyldan á fjallið