Fimmvörðuháls

Fimmvörðuháls 7. júlí

Ekið er að Skógum þar sem gangan hefst hjá hinum tignarlega Skógafossi. Brekkan upp með fossinum er nokkuð á fótinn og heppileg til að hita vöðvana fyrir gönguna, en eftir það er nokkuð aflíðandi á Hálsinn. Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, að Básum skála Útvistar í Goðalandi.

Vegalengd 22 km, áætlaður göngutími um 8-10 klst., lóðrétt hækkun/lækkun 1000m. Hér er um að ræða eina allra vinsælustu gönguleið á Íslandi,ásamt kjarrlendi Þórsmerkur og grösugum heiðunum sunnan til gerir það að verkum að leiðin er mjög fjölbreytt, en getur þó einnig verið varasöm því skjótt skipast veður í lofti í nálægð við jökla. Það getur verið blítt og stillt veður á láglendi en þegar komið er upp á háhálsinn getur skollið á svarta þoka svo að ekki sér handa skil. Á leiðinni eru tveir skálar, annar Baldvinsskáli í eigu FÍ og Fimmvörðuhálsskáli í eigu Útivistar. Þar sem allra veðra von er á þessari leið, viljum við minna fólk að taka með sér góðan skjólfatnað.

Hér eru drög að útbúnaðarlista sem miðast við göngu yfir Fimmvörðuháls: 
•       Gönguskór 
•       Göngusokkar (gott er að vera í tveimur pörum, einum þykkum og öðrum þunnum) 
•       Legghlífar 
•       Húfa 
•       Vettlingar 
•       Göngubuxur 
•       Peysa (ull eða flís) 
•       Nærföt úr ull eða ullarblöndu 
•       Auka peysa 
•       Vatns- og vindheldur hlífðarklæðnaður 
•       Nesti til að borða á göngunni, svo sem samlokur, heitt og kalt vatn og ágætt er að hafa orkuríkt nasl.  
Ekið af stað með rútu laugardagsmorguninn 7. Júlí kl 08:00. frá Samkaupum Tryggvagötu 40 Selfossi, að Skógum, eftir gönguna  bíður okkar léttgrill og rútan í Básum. Einnig er boðið uppá að fólk geti geymt farangur og drykki í rútunni.

Fargjald 5000- kr, greiðist inná reikn. 1169-26 1580, kt:430409-1580. Sendið staðfestingu á greiddu fargjaldi á netfangið ffarnesinga@gmail.com, hætt að taka við skráningu miðvikudaginn 4. júlí.

Vegalengd 22 km.
Hækkun um 1000 m.
Göngutími 8-10 klst.

GPS til viðmmiðunar

Kveðja Ferðafélag Árnesinga