Lambafell

Lambafell 5. maí

Lambafell (546 m.y.s.) er fjallið með stóra malarnáminu í Þrengslunum. Við byrjum gönguna á Reykjaveginum, sem liggur allt frá Dyrdalnum vestur á Reykjanes, hann fer hér á mill Lambafellshnjúk og Lambafellsins. Eins og áður sagði förum við hér inn á hann og síðan upp öxlina á Lambafellinum,

rúmlega 260 metra hækkun er upp á hrygginn. Ekki er verra að taka hækkunina í smá sneiðing til að auðvelda uppgönguna. Þegar upp er komið er rétt að vekja athygli á útsýninu, þar sem má sjá t.d.Bláfjöllin og þrjár mikla eldstöðvar sem eru frá mismunandi tíma, Syðri og Nyðri Eldborg (sem við fórum á s.l. vetur) og svo Leiti. Hraunið frá Elborgunum rann um árið 1000, en úr Leiti er öllu eldra eða ca. 4600-5000 ára gamalt. Til austurs eru svo Meitlarnir en í noðri er Hengillinn.  Héðan göngum við eftir þeim hrygg sem gengur suður úr Lambafellinu, förum síðan á milli hrauns og hlíðar í átt að Gráhjúkum sem ligga norðam meginn við Þrengslaveginn. Þar rifjum við upp skemmtilega sögu um leyndan stað sem er í hlíðum þeirra. Héðan höldum við að upphafsstað göngunnar.

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla, það er svo samkomulagsatriði á milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín

Vegalengd: um 11. km
Göngutími: um 4. klst
Byrjunarhæð: 288m
Mestahæð: 546m

GPS til viðmmiðunar