Hengill

Hengill/ Vörðuskeggi um Skeggjadal 7. apríl

Hengillinn er svipmesta fjallið á Hellisheiðinni. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m). Hengilssvæðið er gríðarlega skemmtilegt til göngu og hægt að velja um ótal leiðir sem eru ólíkar hvorri annarri og við allra hæfi, stuttar og langar. Fjallganga á Skeggja er kannski ekki auðveld, en skemmtileg og fjölbreytt ganga. Raunhækkun er rúmlega 400 metrar.

Ekið er sem leið liggur inn að Nesjavöllum eftir vegi 360, aðeins vestan við Nesjavelli förum við inná veg 435, sem leiðir okkur að upphafsstað göngunnar, en þeir sem ætla að slást í för með okkur af Reykjavíkursvæðinu, beygja af Suðurlandsvegi inná Hafravatnsleið og síðan inná Nesjavallaleið, vegur 435. Framundan er Skeggjadalur, breiður fremst  en mjókar þegar innar dregur, og er hann umlukinn klettum á báðar hendur. Segja má að dalurinn sé lokaður í báða enda því í nyrðri endanum skiptist hann í tvennt og lokar klettahaft honum öðrum megin og lágur ás hinum megin,en fyrir ofan

Skeggjadal er svo Vörðuskeggi sem gnæfir yfir, hrikalegur að sjá.
Vegalengd: 6-7. km
Göngutími: 3+ klst
Byrjunarhæð: 380m
Mestahæð: 803m

GPS til viðmiðunar

Eins og jafnan í viðburðum Ferðafélags Árnesinga, er ekkert þátttökugjald, nema annað sé tekið fram. Það er svo samkomulagsatriði milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín.Eins og alltaf þá eru allir velkomnir.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla.

Heimildir: alnetið, myndir: fiskholl.blog.is, ivar kristleifsson

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga, gsm:8970769