Ásavegur

Ásavegur í Flóa 19. maí

Ásavegur nefnast miklar traðir sem liggja um þvera sveitina. Þetta er hin forna þjóðleið um Suðurland. Þarna lá leið uppsveitamanna, og þeirra sem komu austan að, um ferjustaðina hjá Króki í Holtum og hjá Egilsstöðum, niður að verslunarstaðnum Eyrarbakka.

Einnig vermanna sem komu norðan Sprengisand til sjósóknar á suðurströndinni og leið lágsveitabænda með rekstur til og frá afrétti, svo dæmi séu nefnd. í huga hve lítil ummerki eru eftir einn mann með hest er erfitt að ímynda sér alla þá firna miklu umferð sem hefur farið um þennan veg, því að víða er skorningurinn vel á annan metra að dýpt og um fjórir á breidd. Óvíða er nútímamaðurinn í meiri nálægð við vegferð genginna kynslóða á umliðnum öldum. Sá sem staddur er á þessum slóðum kemst ekki hjá því að sjá í huga sér lest klyfjahesta og manna ganga hjá á leið úr Eyrarbakkakaupstað eða úr veri. Eða kannski einmana förumann, tötralega klæddan á flakki sínu milli bæja.
Að norðan kemur vegurinn af Gilvaði á Bitrulæk, liggur norðan við býlið Hnaus, þaðan að Skotmannshól, vestur yfir Skagás og Orrustudal, norðan við bæ í Önundarholti, framhjá Súluholtsmúla og síðan niður í Gaulverjabæjarhrepp. Þar fer hann framhjá Seljatungu og Gegnishólum, niður á Hólavöll, sem var löggiltur áningarstaður ferðamanna. Þessa leið fóru margir Skeiða- og Hreppamenn, Rangæingar, sem fóru yfir Þjórsá á Nautavaði, svo og Skaftfellingar sem fóru Fjallabaksveg nyrðri.
Ásavegurinn er kjörin og falleg gönguleið fyrir þá sem eru vel útbúnir. Moldin getur þó blotnað upp í rigningartíð. Vegfarendum er bent á að leiðin liggur um vatnsverndarsvæði og því bannað að fleygja rusli og öðrum úrgangi.

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í rútu, fargjald 2000. kr.

Vegalengd: um 14.5 km
Göngutími: um 4. Klst

GPS til viðmmiðunar