Eyjafjallajökull á laugardag
Metþátttaka er í ferðina, hátt á 50 manns. Belti eru búin. Minnum á útbúnaðarlistana á ffar.is Viljum engan sjá í gallabuxum eða strigaskóm. Brottför frá Samkaup (Hornið) á laugardagsmorgun kl: 8:00. Reiðufé kr 5,000 sé tiltækt. Hægt er að geyma tösku með aukafötum og nestisbita í rútunni.
Veður spá fyrir laugardaginn er alveg með ágætum.
Næstu viðburðir:
23. júní, laugardagur. 3 skór Akrafjall um Jónsmessu. Göngutími 5-6 klst. Hækkun 600 m.
7. júlí, laugardagur. 3 skór Skógar – Fimmvörðuháls – Básar. Hækkun um 1000 m. Göngutími um 10. klst. Rúta verður til taks.
28. júlí. Laugardagur. 3 skór Botnssúlur. Gengið upp frá Svartagili um Gagnheiði, norður fyrir Súlnaberg, upp með Háusúlu, í Bratta og á Syðstu Súlu. Hækkun um 1000 m. Göngutími 8 – 10 klst.
Kveðja Ferðafélag Árnesinga