Ferðasaga – Þakgil / Mælifell
Síðasta göngugleði sumarsins heppnðaist einstaklega vel. 26 félagsmenn mættu ásamt Sigurði Hjálmarssyni leiðsögumanni úr ferðafélagi Mýrdælinga og Áslaugu Einarsdóttur konu hans.
Ekið var inn í Þakgil og gengið þaðan á Mælifell og hring til baka aftur. Leiðin inn í Þakgil liggur framhjá ferðajónustustórbýlinu á Höfðabrekku og þaðan er fólksbílafært inn í þakgil. Þó ekki á allra lægstu bílum. Leiðin er vel merkt og liggur um frábært landslag, en mikið bætist við í gönguferðunum.