Marardalur
Marardalur 20. mars
Undan farið höfum við verið austan Hellisheiðar en nú skulum við færa okkur
vestur yfir Heiðina og heimsækja Marardalinn, en það er sigdæld undir vesturbrún Skeggja,
en svo nefnist hæsti hluti Hengilsins. Dalurinn er luktur hömrum á alla vegu, en botn hans
er flatur og grasi gróinn, einn þeirra unaðsreita, sem er að finna í nágrenni höfuðborgarinnar.