Nesjavellir –Grænidalur.

 

Safnast var saman við Samkaup og ekið á Jógutanga í Hveragerði, þar sem stigið var upp í

rútuna og haldið áleiðis á Nesjavelli.


 


Alls komu 18 manns í ferðina, þ.á.m. Björn Pálsson er tók að sér fararstjórn og leiðsögn.

Veður var með fegursta móti á Nesjavöllum og var hægt að ganga á stuttermabolum framan af.  Gengið var í átt að Hagavíkurlaugum, Þrengsli, í botn Þverárdals, þar sem séð er inn í Kýrgil og upp á Ölkelduháls.  Þaðan var gengið á Dalaskarðshnjúk. Af honum er útsýni bæði í Reykjadali og Grændal. Björn greindi frá þróun, stærð og lögun hinna fjölmörgu hvera er komu upp í síðustu jarðskjálftahrinum og sagði frá helstu kennileitum. Ákveðið hafði verið að breyta ferðatilhögun þannig að Grændalurinn var genginn austan megin þar blöstu við Klóarfjall, Álútur og Reykjafjallið. Upp úr miðjum degi tók að kula aðeins. Gangan tók 6,5 klst og gengnir voru 14 km. Gerð  voru 3 matarstopp með súkkulaðitrakteringum frá Halldóri Inga.

Þóttist ferðin takast afar vel.

Myndir úr ferðinni, eru hér Myndir

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga