Umhverfis Geitafell, 7. nóvember

 

Mæting á laugardaginn hjá Samkaupum kl. 09:30, þar sem safnast verður í bíla.

 

Gangan byrjar við Sandfelli og áfram yfir slétt mosahraunið að Geitafelli, með því að austan og sunnanverðu uns komið verður að Seljavöllum. Þaðan er haldið suðvestur með Réttargjá að gömlu hlöðnu Geitafellsréttinni. Geitafellsréttin var frádráttarrétt Ölfus- og Selvogsbúa. Réttin hefur ekki verið notuð lengi, en stendur þarna heilleg og löngum einmana undir gjárveggnum. Umhverfið er allt hið fegursta og skjólgott er undir gjáarveggnum, góður áningarstaður fyrir kaffisopa. Skömmu áður en komið er að réttinni má sjá gamlar hleðslur utan í hraunhól. Síðan höldum við áfram vestur og norður með fjallinu, með gott útsýni á Bláfjallhrygginn, Ólafsskarðshnúka þar sem gamla þjóðleiðinn úr Ölfusinu til Reykjavíkur liggur um, Sauðadalahnúka og Blákoll

 Vegalengd    11,5 km
 Göngutími    4. klst
 Landslag    Gönguleiðin liggur um mosa og hraun
 Byrjunarhæð 220m
 Mestahæð 280m 
 

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga