Göngum á Kyllisfell 6. september

Göngugleðin teymir fólk á Kyllisfell sunnudaginn 6. september. Mæting við Hornið(Samkaup) kl. 9:30, stundvíslega. Þaðan verður ekið upp á Ölkelduháls. Áætluð gönguvegalengd er 12-13 km og göngutími 4-5 klst. Sjá nánar hér á eftir.

(more…)

Comments Off on Göngum á Kyllisfell 6. september

Ferðasaga – Þakgil / Mælifell

Síðasta göngugleði sumarsins heppnðaist einstaklega vel. 26 félagsmenn mættu ásamt Sigurði Hjálmarssyni leiðsögumanni úr ferðafélagi Mýrdælinga og Áslaugu Einarsdóttur konu hans.

Ekið var inn í Þakgil og gengið þaðan á Mælifell og hring til baka aftur. Leiðin inn í Þakgil liggur framhjá ferðajónustustórbýlinu á Höfðabrekku og þaðan er fólksbílafært inn í þakgil. Þó ekki á allra lægstu bílum. Leiðin er vel merkt og liggur um frábært landslag, en mikið bætist við í gönguferðunum.

(more…)

Comments Off on Ferðasaga – Þakgil / Mælifell

Þakgil – Mælifell – ferðasaga

Síðasta göngugleði sumarsins heppnðaist einstaklega vel. 26 félagsmenn mættu ásamt Sigurði Hjálmarssyni leiðsögumanni úr ferðafélagi Mýrdælinga og Áslaugu Einarsdóttur konu hans.

Ekið var inn í Þakgil og gengið þaðan á Mælifell og hring til baka aftur. Leiðin inn í Þakgil liggur framhjá ferðajónustustórbýlinu á Höfðabrekku og þaðan er fólksbílafært inn í þakgil. Þó ekki á allra lægstu bílum. Leiðin er vel merkt og liggur um frábært landslag, en mikið bætist við í gönguferðunum.

(more…)

Comments Off on Þakgil – Mælifell – ferðasaga

þakgil – Mælifell

Nú um komandi helgi verður síðasta ferð sumarsins. Farið verður í Þakgil og tekin dagsganga um nágrennið  og upp á Mælifell. Þeir sem vilja mæta um kvöldið og fara í stutta kvöldgöngu. Aðal gönguferðin hefst hins vegar á laugardag, 15. ágúst,  kl 11:00 og ætti það að gefa fólki kost á að koma akandi um morguninn. Grillað verður á eftir í boði félagsins.

(more…)

Comments Off on þakgil – Mælifell

Þakgil 15. ágúst

Göngugleði ágústmánaðar verður laugardag 15. ágúst frá Þakgili í nágrenni Mýrdalsjökuls. Gönguferðin mun hefjast kl 11 að morgni svo þeir sem ekki ætla að gista geti komist á skikkanlegum tíma…

Comments Off on Þakgil 15. ágúst

Félagsgjöld og Árbók

Nú á að vera búið að senda út félagsgjöld til allra félagsmanna í Ferðafélagi Árnesinga. Félagið er deild í FÍ og njóta félagsmenn allra sömu réttinda og aðrir félagar í…

Comments Off on Félagsgjöld og Árbók

Mikil göngugleði um helgina

Gönguræktendur miðvikudagkvöldsins eru óstjórnlega gönguglaðir og hyggja á tvær gönguferðir um helgina. Af því fólk er í sumarfríum og einstakir dagar henta þvi mis vel, verða farnar tvær ferðir um komandi helgi. Gengið verður á Búrfell í Grímsnesi á föstudagskvöld og Meitlana á sunnudagsmorgun.

(more…)

Comments Off on Mikil göngugleði um helgina

Kerlingafjallaferð fellur niður

Vegna mjög dræmrar þátttöku fellur fyrirhugðu ferð í Kerlingafjöll niður. Fylgist með á heimasíðunni þegar boðað verður til ágústferðar okkar, en þá stefnum við á Þakgil og nágrenni Mýrdalsjökuls.

Comments Off on Kerlingafjallaferð fellur niður

Kerlingafjallaferð frestað um viku

Því miður hafa aðeins 2 formlegar skráningar borist vegna fyrirhugaðrar Kerlingafjallaferðar og er henni því frestað um viku.  Lokatilkynning um þátttöku í þá ferð er til kl 21:00 miðvikudagskvöldið 8 júlí. Þótt við séum ekki að rukka þátttökugjald í þessar ferðir, liggur samt nokkur undirbúningur að baki þeim, fararstjórar til taks og fleira. Því þarf skráningu til að skipulagður viðburður fari fram.

(more…)

Comments Off on Kerlingafjallaferð frestað um viku

Lokaútkall Kerlingafjöll um helgina

Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum landsins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Öllu þessu gleymir enginn sem upplifir fagran dag í þessari einstöku náttúruperlu. Þangað er gönguglöðu fólki stefnt komandi helgi, 3.-5. júlí.

(more…)

Comments Off on Lokaútkall Kerlingafjöll um helgina