Þakgil 15. ágúst

Göngugleði ágústmánaðar verður laugardag 15. ágúst frá Þakgili í nágrenni Mýrdalsjökuls. Gönguferðin mun hefjast kl 11 að morgni svo þeir sem ekki ætla að gista geti komist á skikkanlegum tíma frá Selfossi og nágrenni. Endað verður með smá grillveislu. Nánari fréttir verða hér á heimasíðunni fljótlega. Takið daginn frá!