Ferð á gosstöðvar
Ekið sem leið liggur inn á Ölkelduháls. Til að komast þangað er beygt til hægri út af veginum yfir Hellisheiði, svolítið fyrir ofan seinustu beygju í Kömpunum. Ekið er eftir veginum í gegnum hraunið og yfir Hengladalaá og áfram yfir Birtu og að borholunni sem er einna vestast á svæðinu.
Dagana 21.-24. júlí stendur Ferðafélag Árnesinga fyrir göngu um Þjórsártungur. Í fornum heimildum er svæðið milli Þjórsár og Tungnaár kallað Þjórsártungur, það er svæði sem í dag kallast Holtamannaafréttur. Gönguleið þessi fylgir austurbakka Þjórsár frá Hreysiskvísl að Uppgöngugili við Sultartangalón. Á þessari leið er fögur fjallasýn, þarna eru ár og lækir með tignarlegum fossum ásamt auðnum og gróðurvinjum með ótrúlegu blómskrúði. Að hluta til verður gengið eftir vörðuðu þjóðleiðinni um Sprengisand en hún var vörðuð á árunum 1905-6. Einnig verður staldrað við hjá rústum Eyvindarkofa í Eyvindarveri.
Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Af þeim er í góðu veðri stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar.
Heklu þarf trúlega ekki að kynna fyrir neinum. Þetta magnaða eldfjall blasir víða við af Suðurlandinu og hefur í aldanna rás ógnað byggðum í nærsveitunum. Hekla er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og það eldfjall sem hefur spúð frá sér mestu magni gosefna, hrauni, gjósku og vikri.
Um leið og félagið vill þakka en og aftur fyrir glæsilega metþátttöku í gönguna síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns, höfum við ákveðið að vera með álíka kvöldferð 12.maí n.k.(frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.
Ingólfsfjall í Ölfusi er 551m hátt og er það hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar.
Félagið vill þakka fyrir met þátttöku síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns. Vonum að sjá ykkur sem flest laugardaginn 15. maí en þá erum við með gönguferð á fjallið Þríhyrning í Rangárvallasýslu. Lagt verður af stað frá Samkaup (Horninu) kl 12.00, þar sem safnast verður saman í bíla og stefnan tekin á Fljótshlíðina.
Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið.
Að þessu sinni skulum við feta í fótspor Ingólfs, skreppa á fjallið og virða fyrir okkur það útsýni sem forðum blasti við honum. Ingólfsfjall er hæst 551 m y.s. Það er hömrum girt að mestu nema að norðanverðu, þar eru aflíðandi brekkur upp að fara. Fyrrum, þegar mest allt Suðurlandsundirlendið var sjávarbotn, gekk sjór allt upp að Ingólfsfjalli og brotnaði hafaldan þá á þessum klettum. Að ofan er fjallið flatt. Það er um 5 km frá vestri til austurs en um 7 km frá norðri til suðurs. Við hefjum gönguna fyrir neðan Grænhól.
Samkvæmt tilkynningu úr Samhæfingarmiðstöð þá er öllum slóðum og vegum lokað að gosstöðunum, gert er ráð fyrir fundi hjá Almannavörnum kl:11:00 og niðurstöður þess fundar er að vænta í hádeginu. Vegna þessa ástans verðum við að fresta fyrirhugaðari ferð, fylgist með hér á netinu um framhaldið, ef lokun á svæðinu verður aflétt, ætlum við að fara kl: 13:00
Ef að þessu verður mælist stjórn Ferðafélagsins til þess að þeir sem ætla í ferðina taki far með rútu sem verður til taks, þá dreifist kostnaður á fleiri og við ferðumst öll saman.