Þjórsártungur

ÞJÓRSÁRTUNGUR

    Dagana 21.-24. júlí stendur Ferðafélag Árnesinga fyrir göngu um Þjórsártungur. Í fornum heimildum er svæðið milli Þjórsár og Tungnaár kallað Þjórsártungur, það er svæði sem í dag kallast Holtamannaafréttur. Gönguleið þessi fylgir austurbakka Þjórsár frá Hreysiskvísl að Uppgöngugili við Sultartangalón. Á þessari leið er fögur fjallasýn, þarna eru ár og lækir með tignarlegum fossum ásamt auðnum og gróðurvinjum með ótrúlegu blómskrúði. Að hluta til verður gengið eftir vörðuðu þjóðleiðinni um Sprengisand en hún var vörðuð á árunum 1905-6. Einnig verður staldrað við hjá rústum Eyvindarkofa í Eyvindarveri.

Ferðin er trússferð og gist verður í tjöldum. Nánari upplýsingar um ferðina er inn á vef Ferðafélags Árnesinga, dagskrá 2010
Dagleiðir eru um 20 km og þarf að vaða nokkra læki.
Lágmarksfjöldi í ferðina er 15 manns og þarf að skrá sig fyrir 20. júní á netfangið ffarnesinga@gmail.com
Staðfestingargjald er kr. 5.000 nánari upplýsingar um innleggsreikn. er í símanúmeri 892 4559, heildarkostnaður er kr. 27.000 fyrir félagsmenn, en 31. 000 fyrir aðra.
Gert er ráð fyrir að haldinn verði undirbúningsfundur með þátttakendum í lok júní, þar sem ferðin verður nánar útfærð.

Kveðja Ferðafélag Árnesinga