Gosferð

Gosferð í Þórsmörkina brottför kl:13:00

Samkvæmt tilkynningu úr Samhæfingarmiðstöð þá er öllum slóðum og vegum lokað að gosstöðunum, gert er ráð fyrir fundi hjá Almannavörnum kl:11:00 og niðurstöður þess fundar er að vænta í hádeginu. Vegna þessa ástans verðum við að fresta fyrirhugaðari ferð, fylgist með hér á netinu um framhaldið, ef lokun á svæðinu verður aflétt, ætlum við að fara kl: 13:00

Ef að þessu verður mælist stjórn Ferðafélagsins til þess að þeir sem ætla í ferðina taki far með rútu sem verður til taks, þá dreifist kostnaður á fleiri og við ferðumst öll saman.


Allt gerist þetta mjög hratt, eins og staðan er núna kl: 21:23, er búið að loka veginum inn í Þórsmörk, verðum við að sjá til í fyrramálið hvort af þessu verður.Allt bendir til þess að það verið góð þátttaka í ferðina.

Ákveðið hefur verið að fara að gosstöðvunum í fyrramálið, fimmtudag, kl:08:00, veðurspáin er eitthvað að breytast, svo nú er best að drífa sig af stað.

  Núna kl 20:03, nýja sprungan, gosslóð

Við ætlum að leggja af stað frá Horninu stundvíslega kl:08:00, þar sem við förum inn í Þórsmörk, þurfum við nú sérstaklega að leita til þeirra sem hafa yfir jeppa að ráða, að leggja til sína bíla.

Gert er ráð fyrir því að farðþegar sem munu nýta sér far taki þátt í kostnaði og greiði þeim bílstjóra sem þeir fara með 2.000 – 3000 kr. fyrir sætið.

Ekið er inn að Básum í Goðalandi.  ,
Gönguferðin um Morinsheiði, upp Bröttufönn að gosstöðvunum er 5 – 6 klst ganga, vegalengt um 10. km. og hækkun um 700-800. metrar.

Nauðsynlegt er að allir þátttakendur séu vel útbúnir með góðan skjólfatnað og gott nesti. Snjór er á leiðinni og er því nauðsynlegt að vera í vönduðum skóm með nokkuð stífum sóla.

Við náttúruhamfarir eins og nú eiga sér stað á Fimmvörðuhálsi eru aðstæður óvenjulegar og mikilvægt að fara um svæðið af varkárni.

Nauðsynlegur búnaður:
góður göngufatnaður
ullarnærföt
undirpeysa
flíspeysa
vindbuxur og vindjakki
húfa,( lambhúshetta)
vettlingar
skíðagleraugu / sólgleraugu, sólarvörn, góðir gönguskór,( gott að hafa legghlífar)
göngustafir.

Spáð er norðanátt og frost getur náð 15-18 stigum efst á gönguleiðinni. Þar munu menn halda kyrru fyrir um stund og kuldinn bítur fast. Þess vegna er meira af fötum betra en minna og sérstaklega þarf að huga að húfum og vettlingum.
Mikilvægt er að er hafa gott nesti með í bakpokanum.  
Heitt á brúsa, samlokur eða flatkökur, kexpakka eða súkkulaðstykki og jafnvel eitthvað að maula, rúsinur, hnetur o.svf.rv.  
Vatn ca. 1. ltr.