Klóar og Kyllisfell

Klóarfjall og Kyllisfell 13. nóv.

Gangan á Klóarfjallið og Kyllisfellið liggur upp Grændalinn að austanverðu. Í sumum heimildum er talað um að hann hafi heitið Grendalur en má það nokk liggja á milli hluta, grænn er hann(allavega á sumrin) með hitauppsprettum hér og þar.

Af Klóarfjalli er haldið yfir á Kyllisfellið(485.ys) eftir merktri leið, eða í það minnsta markar fyrir henni, af Kyllisfellinu höfum við góða yfirsýn yfir Kattartjarnirnar og yfir á Súlufellið, héðan höldum við um Dalskarð á stikaðri leið. Undir Dalskarðshnúki var Orkuveita Reykjavíkur með gönguskála, en hann brann fyrir nokkrum árum síðan. Þaðan fylgjum við áfram stikaðri leið niður Reykjadalinn að upphafstað göngunnar.

 

Vegalengd: um 13 km
Göngutími: um 4+ klst
Byrjunarhæð: 70. m
Mestahæð: 485. m
GPS
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla.
Heimild:veraldarvefurinn og könnun á vettvangi.
Með kveðju Ferðafélag Árnesinga