Myndasyrpa

Sæl veriði !
Minnum á gönguræktina á miðvikudagskvöldum kl: 20:00.
Á Vörðufellið s.l. helgi mættu um 25 manns. Veður var frábært, hlýtt og gott. Myndir eru komnar inn á vefinn, einnig er hér slóð inn á vefinn hans Einars Bjarnasonar

Næstu viðburðir:

Næsti félagsfundur verður 4. nóvember. Jón Gauti Jónsson verður gestur fundarins. Ferðaáætlun næsta árs endanlega kynnt.
23. október, laugardagur. 2 skór
Bjarnarfell ,Sandfell  og Stórahálsfjall í Ölfusi. Gengið er frá bænum Nátthaga í Ölfusi um Æðagil . vegalengt um 10. km. Hækkun um 300 m. Göngutími 3 klst.
13. nóvember, laugardagur. 2 skór
Klóarfjall upp af Hveragerð um Dalaskarð niður Reykjardal. Hækkun um 400 m. Vegalengt um 10. km. Göngutími um 3-4 klst.
4. desember, laugardagur. 2 skór
Skálafell á Hellisheiði. Genginn er hringur frá Smiðjulaut á Skálafell og Stóra-Sandfell. Göngutími 3-4 klst. Hækkun um 280 m. Kort

Kveðja Ferðafélag Árnesinga