Laufskörð-Hátindur
Laufskörð-Hátindur 7. maí
Ekið sem leið liggur upp í Mosfellsdal og beygt til hægri (vinstri) við Selholt, sem er nokkuð fyrir ofan hús Skáldsins, Gljúfrastein. Verður þeim vegi fylgt yfir hálsinn, framhjá Skeggjastöðum og yfir Leirvogsá hjá Hrafnhólum. Skömmu síðar er komið að hliði á hægri hönd sem farið verður í gegnum(ef það er ekki læst) og þeim vegi fylgt alveg að bílaplani við göngubrú yfir Skarðsá þar sem gangan hefst.