Klóar og Kyllisfell

Klóarfjall og Kyllisfell 13. nóv.

Gangan á Klóarfjallið og Kyllisfellið liggur upp Grændalinn að austanverðu. Í sumum heimildum er talað um að hann hafi heitið Grendalur en má það nokk liggja á milli hluta, grænn er hann(allavega á sumrin) með hitauppsprettum hér og þar.

(more…)

Comments Off on Klóar og Kyllisfell

Félagsfundur

Félagsfundur Ferðafélags Árnesinga Boðað er til félagsfundur fimmtudaginn 4. nóvember n.k. kl:20:00 í félagsheimili karlakórsins að Eyrarvegi 67. Selfossi Efni fundar: Á fundinn kemur Jóni Gauti Jónsson leiðsögumaður með meiru…

Comments Off on Félagsfundur

Myndasyrpa

Sæl veriði !
Minnum á gönguræktina á miðvikudagskvöldum kl: 20:00.
Á Vörðufellið s.l. helgi mættu um 25 manns. Veður var frábært, hlýtt og gott. Myndir eru komnar inn á vefinn, einnig er hér slóð inn á vefinn hans Einars Bjarnasonar

Comments Off on Myndasyrpa

Félagsfundur

Félagsfundur Ferðafélags Árnesinga Boðað er til félagsfundur fimmtudaginn 7. október n.k. kl:20:00 í félagsheimili karlakórsins að Eyrarvegi 67. Selfossi Efni fundar: Kynnt verða drög að ferðaáætlun 2011 Ásdís Ingvarsdóttir og…

Comments Off on Félagsfundur

Vörðufell 9. okt. 2010

Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil, það er sú leið sem við ætlum að fara á fjallið. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.

(more…)

Comments Off on Vörðufell 9. okt. 2010

Árgjald

Félagsmenn munið að greiða árgjaldið Árgjald Ferðafélags Árnesinga  2010 er kr. 5.800.  Innifalið í árgjaldinu er m.a. árbók Ferðafélags Íslands.  Auk þess fylgir ársskírteini félagsins sem veitir betri kjör í…

Comments Off on Árgjald

Hvalfellið 18.september

Næsta ferð hjá okkur er á Hvalfellið, algengasta leiðin á fjallið er upp úr Botnsdal með Glym á aðra hönd, en leiðin sem við ætlum að fara er frá Uxahryggjaleið, farið er upp á Tröllhálsinn, gömlu leiðina sem liggur að Uxahryggjum, beygt til vestur inn á slóða sem liggur átt að Hvalvatni, á vinstri hönd höfum við Háusúlu.

(more…)

Comments Off on Hvalfellið 18.september

Gestabók

 Góðir félagsmenn og aðrir sem skoða vefinn okkar.   Næsta göngurækt verður á Ingólfsfjall. Ganga á upp að efiri vörðu þar sem búið er að koma fyrir veglegum stálkassa fyrir…

Comments Off on Gestabók

Botnssúlur

Botnssúlur 4. september

       Eitt af mest áberandi og eftirtektarverðu fjöllunum í nágrenni Þingvalla eru Botnssúlur. Kannski  nær augað að fanga, Skjaldbreið, Hlöðufell og Skriðu. Oftar en ekki fá Botnssúlur að fljóta með í bakgrunni á myndum af Þingvöllum þar sem þær teygja sig hnarreistar til himins.

(more…)

Comments Off on Botnssúlur