Eyjar 21. maí

Eyjar 21. maí

Vestmannaeyjar liggja um 10 km suður undan Landeyjasandi. Eyjaklasinn er 16 eyjar, auk um 30 dranga og skerja. Eyjarnar eru sæbrattar og víðast hvar þaktar graslendi. Stærsta eyjan mun vera Norðurey – heiti yfir Ísland, en á henni búa um 318.000 manns.

Af hinum raunverulegu Vestmannaeyjum er Heimaey langstærst, um 13,4 km², og sú eina sem er byggð. Helstu og stærstu eyjarnar í kringum Heimaey eru Elliðaey og Bjarnarey norðaustur af Heimaey og til suðvesturs Suðurey, Álsey, Brandur, Hellisey og Surtsey.

Eyjarnar eru ungar á jarðsögulegan mælikvarða og hafa allar myndast í eldgosum, þær elstu fyrir u.þ.b. 12 þúsund árum. Flestar eyjarnar eru gíglaga móbergsstapar og á sumum þeirra eru gjallgígar.
Ætlunin er að fara frá Landeyjarhöfn laugardaginn 21. maí kl:10:00 og til baka kl:20:30
Hér er slóð inn á bókunar síðu Herjólfs , þar sem hver og einn getur bókað sig, fargjald aðra leið er 1000. kr. ef þið viljið fara til baka, þá kostar sú ferð einnig 1000. kr. Dagskráin út í Eyjum, gæti litið svona út í stórum dráttum:

Komið til Eyja kl:10:30, boðið verður upp á að ganga á Heimaklett (283) eða Klifið (226), en af báðum fjöllunum er mjög gott útsýni yfir Eyjarnar og til landsins, sprang fyrir þá sem treysta (þora) sér, léttur hádegismatur, gengið um Eyjuna, hver með sitt nesti yfir daginn, kvöldmatur, brottför kl:20:30.

Skrá þarf sig í þessa ferð, í síðasta lagi þriðjudaginn 17. maí, netfangið er ffarnesinga@gmail.com, eða hringja í GSM númerið 8970769 (Daði), þetta varðar sameiginlegar máltíðir sem stendur til að panta.
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 8:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla, en fyrir þá sem fara beint í Landeyjarhöfn, þurfa þeir að vera mættir 1/2 tíma fyrir brottför
Heimild:
Mynd:Tói Vídó
Annað: veraldarvefurinn og könnun á vettvangi.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga