Bjólfell

Bjólfell 4. júní

Bjólfell, áberandi fjallshryggur, (443 m), suðvestan undir Heklu. Við fjallið eru bæirnir Næfurholt, Hólar og Haukadalur. Í Bjólfelli átti að vera bústaður tröllkonu, systur þeirrar sem bjó í Búrfelli.

Austan undir Búrfelli því miðju hér um bil eru klappir tvær sín hvorum megin Þjórsár, ekki allháar, og upp úr ánni milli klappanna standa tveir klettar ámóta háir og klappirnar svo að áin fellur þar í þrem kvíslum. Þessar stillur er sagt að tröllkonan úr Búrfelli hafi sett í Þjórsá svo að hún þyrfti ekki að væta sig í fæturna er hún fór að finna systur sína og stokkið þar yfir ána í þremur hlaupum. Heita nú klettar þessir síðan Tröllkonuhlaup.
Til að komast að Bjólfelli er farið upp Landveg nr. 26 frá Landvegamótum og svo inn á Þingskálaveg  nr. 268, rétt ofan við Galtalæk og þaðan að Næfurholti þar sem gangan hefst
Göngum upp smá háls (20 mín.) þar sem Hekla heilsar okkur í allri sinni dýrð ef ekki er þoka. Síðan förum við umhverfis Bjólfellið með viðkomu í Oddagljúfri sem er leynd paradís í nágrenni Heklu.
Þeir sem vilja fjallgöngu geta stikað upp Bjólfellið, beygt út af þar sem rauða línan er á kortinu.

 

Vegalengd: Gráa leiðin um 13. km, rauða leiðin um 10. km.
Göngutími: 4-5. klst
Byrjunarhæð: 140m
Mestahæð: 443m
1613688433gonguskor2
GPS

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla, mælt er til þess, að þeir sem vilja nýta sér sæti hjá öðrum borgi 1000. kr. fyrir sætið.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga