Ingólfsfjall
Ingólfsfjall 21. apríl
Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið.
Að þessu sinni skulum við feta í fótspor Ingólfs, skreppa á fjallið og virða fyrir okkur það útsýni sem forðum blasti við honum. Ingólfsfjall er hæst 551 m y.s. Það er hömrum girt að mestu nema að norðanverðu, þar eru aflíðandi brekkur upp að fara. Fyrrum, þegar mest allt Suðurlandsundirlendið var sjávarbotn, gekk sjór allt upp að Ingólfsfjalli og brotnaði hafaldan þá á þessum klettum. Að ofan er fjallið flatt. Það er um 5 km frá vestri til austurs en um 7 km frá norðri til suðurs. Við hefjum gönguna fyrir neðan Grænhól.