Gönguferð á Hengilinn sunnudag 17. maí
Lýsing á gönguferð á Hengilinn sunnudaginn 17. maí nk. Eins og staðan er í dag þá er töluverður snjór á gönguleiðinni, en veðurspáin er frábær.
Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Lagt verður af stað kl 09:30, ekið verður að Skíðaskála Víkings í Sleggjubeinsskarði þar sem gangan hefst, ætluð heimkoma er kl 16:00.