Gönguræktin í hverri viku á miðvikudagskvöldum

Önnur gönguræktin var þann 29. apríl og gekk ljómandi vel. Alls mættu 16 manns og var gengið um Hellisskóg. Gengnir voru 5,7 km á  rétt innan við klukkutíma. Í fyrstu gönguræktina vikunni áður var genginn Laugardælahringur og mættu þá 13 manns. Hugmyndin er að fara hálfan Votmúlahring í næstu viku. Þá er mikill hugur í fólki að ganga fljótlega upp á Ingólfsfjall eitthvert góðviðriskvöldið og labba á Inghól.