Félagsfundur
Félagsfundur Ferðafélags Árnesinga Boðað er til félagsfundur fimmtudaginn 7. október n.k. kl:20:00 í félagsheimili karlakórsins að Eyrarvegi 67. Selfossi Efni fundar: Kynnt verða drög að ferðaáætlun 2011 Ásdís Ingvarsdóttir og…
Félagsfundur Ferðafélags Árnesinga Boðað er til félagsfundur fimmtudaginn 7. október n.k. kl:20:00 í félagsheimili karlakórsins að Eyrarvegi 67. Selfossi Efni fundar: Kynnt verða drög að ferðaáætlun 2011 Ásdís Ingvarsdóttir og…
Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil, það er sú leið sem við ætlum að fara á fjallið. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.
Næsta ferð hjá okkur er á Hvalfellið, algengasta leiðin á fjallið er upp úr Botnsdal með Glym á aðra hönd, en leiðin sem við ætlum að fara er frá Uxahryggjaleið, farið er upp á Tröllhálsinn, gömlu leiðina sem liggur að Uxahryggjum, beygt til vestur inn á slóða sem liggur átt að Hvalvatni, á vinstri hönd höfum við Háusúlu.
Veðurspá báða dagan er með miklum ágætum. Gangan á Skjaldbreið er sérlega hentug fyrir þá sem hafa þótt síðustu göngur full erfiðar.
Helgarferð gist í skála við Tjaldafell, fjallganga báða dagana Hlöðufell og td. Skjaldbreið.
ATH, breyting, breytingVegna fjölda áskorana og það að margir vilja njóta bæjarhátíðarinnar "Sumar á Selfossi" á laugardaginn og að veðurhorfur eru ekki nógu góðar, hefur verið ákveðið að gangan um…
Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin “andstæður og fjölbreytileiki”. Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt. Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun. Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir.