Helgarferð

Helgarferð 21 – 22. ágúst. Breyting

 

Þar sem gisting  og grillveisla í Sæluríki virðist ekki hafa neinn hljómgrunn, höfum við ákveðið að fella þann hluta alveg niður. Það verður sum sé ekki grill og helgardvöl  í Sæluríki.
 
Ferðirnar standa óbreyttar. Mæting í báðar ferðir við Samkaup kl: 9:00 laugardags-og sunnudagsmorgun þar sem safnast verður saman í bíla. Gangan á Hlöðufell hefst kl: 11:00  á upphafsstað og gangan á Skjaldbreiði hefst kl: 10:30. Ekið verður að Hlöðufelli  í gegnum Laugarvatn til að komast að Hlöðufellinu. Litlar 4drifsbifreiðar eiga að komast þetta báða dagana.
 

Veðurspá báða dagan er með miklum ágætum. Gangan á Skjaldbreið er sérlega hentug fyrir þá sem hafa þótt síðustu göngur full erfiðar.

 

Helgarferð gist í skála við Tjaldafell, fjallganga báða dagana Hlöðufell og td. Skjaldbreið.

(more…)

Comments Off on Helgarferð

Myndir

  Myndir komnar inn vefinn úr árbókargöngunni og slóði inná glæsilegar myndir frá  Einari Bjarnasyni.

Comments Off on Myndir

Langur laugardagur, BREYTING

 ATH, breyting, breytingVegna fjölda áskorana og það að margir vilja njóta bæjarhátíðarinnar "Sumar á Selfossi" á laugardaginn og að veðurhorfur eru ekki nógu góðar, hefur verið ákveðið að gangan um…

Comments Off on Langur laugardagur, BREYTING

Fjallabak 22. ágúst 2020

 Fjallabak 22. ágúst.

Sælir félagar.
Mér þykir það miður að þurfa aflýsa ferðinni inn í Landmannalaugar .Þetta er gert vegna COVID-19 og þá um leið þeirra tilmæla sem komu fram í leiðbeiningum frá heilbrigðisráðherra um 2. metra fjarlægð á milli manna sem er regla sem er ekki valkvæð. ÁBYRGÐ-SKYNSEMI-VIRÐING.
Sjáumst vonadi sem fyrst á fjöllum.
 
Gjaldkeri okkar mun endurgreiða/leggja inn á viðkomandi. Vinsamlegast sendið bankaupplýsingar á hana sigrun.helga@simnet.is
Með kveðju Daði

 

Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin “andstæður og fjölbreytileiki”.  Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt.  Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun.  Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir.  

(more…)

Comments Off on Fjallabak 22. ágúst 2020

Ferð á gosstöðvarnar

Gosferð 24. júlíÞar sem félagsmenn sýna mikinn áhugia á því að við ferðumst saman inn í Þórsmörk um helgina, hefur verði ákveðið að við munum taka rútu frá Samkup (Horninu) kl:…

Comments Off on Ferð á gosstöðvarnar

Ferð á gosstöðvar

Gosferð 24. júlí.

Ákveðið hefur verið að fara að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi laugardaginn 24. júlí n.k.
Við ætlum að leggja af stað frá Horninu stundvíslega kl: 08:00, ekið er inn að Strákagili  inn af Básum , þar sem áætlað er að gangan hefjist um  kl: 10:30.
Gönguferðin er um Morinsheiði, upp Bröttufönn að gosstöðvunum er um 6 klst ganga, vegalengt um 10. km. og hækkun um 700-800. metrar.

(more…)

Comments Off on Ferð á gosstöðvar

Kýrgil_Hengill

Kýrgil_Hengill 10. júlí

      Ekið sem leið liggur inn á Ölkelduháls. Til að komast þangað er beygt til hægri út af veginum yfir Hellisheiði, svolítið fyrir ofan seinustu beygju í Kömpunum. Ekið er eftir veginum í gegnum hraunið og yfir Hengladalaá og áfram yfir Birtu og að borholunni sem er einna vestast á svæðinu.

(more…)

Comments Off on Kýrgil_Hengill

Ármannsfell

Ármannsfell  26. júní

    Ekið sem leið liggur til Þingvalla. Skammt vestan við Þjónustumiðstöðina er beygt til hægri inn á veginn sem liggur áleiðs að Uxahryggjum, Kaldadal og niður í Borgarfjörð. Ekið eftir þeim vegi, þar til komið er að skilti á vinstri hönd sem vísar að eyðibýlinu Svartagili þar sem gangan hefst.

(more…)

Comments Off on Ármannsfell

Þjórsártungur

ÞJÓRSÁRTUNGUR

    Dagana 21.-24. júlí stendur Ferðafélag Árnesinga fyrir göngu um Þjórsártungur. Í fornum heimildum er svæðið milli Þjórsár og Tungnaár kallað Þjórsártungur, það er svæði sem í dag kallast Holtamannaafréttur. Gönguleið þessi fylgir austurbakka Þjórsár frá Hreysiskvísl að Uppgöngugili við Sultartangalón. Á þessari leið er fögur fjallasýn, þarna eru ár og lækir með tignarlegum fossum ásamt auðnum og gróðurvinjum með ótrúlegu blómskrúði. Að hluta til verður gengið eftir vörðuðu þjóðleiðinni um Sprengisand en hún var vörðuð á árunum 1905-6. Einnig verður staldrað við hjá rústum Eyvindarkofa í Eyvindarveri.

(more…)

Comments Off on Þjórsártungur

Tindfjöll

Tindfjöll 12. júní

Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Af þeim er í góðu veðri stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar.

(more…)

Comments Off on Tindfjöll