Þjórsárós-Stokkseyri
Vegna óhagstæðrar veðurspár um helgina, gæti sú stað komið upp að við yrðum að fresta gönguferðini frá Þjórsárósum að Stokkseyri. Fylgist með hér á vefnum, þegar nær dregur. Kveðja Ferðafélag…
Vegna óhagstæðrar veðurspár um helgina, gæti sú stað komið upp að við yrðum að fresta gönguferðini frá Þjórsárósum að Stokkseyri. Fylgist með hér á vefnum, þegar nær dregur. Kveðja Ferðafélag…
Sæl veri þið, vil benda ykkur á þessa frétt sem er inn á vef F.Í
Gönguleiðir að fjallabaki, tækifæri og framtíðarsýn
Fundur um gönguleiðir að fjallabaki verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit laugardaginn 15. janúar nk. frá kl. 14:00 – 16:30.
Á fundinum verða nokkur framsöguerindi um gönguleiðir að fjallabaki. M.a. verður fjallað um þau verkefni sem unnið hefur verið að og kynntar hugmyndir að áframhaldandi uppbyggingu gönguleiða á svæðinu. Einnig verða ræddar hugmyndir um frekara samstarf við kortlagningu og merkingar á hálendinu.
Meðal framsögumanna er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og mun hann kynna hvernig Norðmenn hafa staðið að gönguleiðauppbyggingu, en þeir eru mjög framarlega á því sviði.
Vonast er til að fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélags og áhugafólk um gönguleiðir að fjallabaki mæti og taki þátt í umræðum um málefnið.
Gönguræktin 15. desember
Næsta göngurækt sem verður 15. desember n.k. verður ekki hefðbundin, við ætlum að mæta við Þrastarskóg kl:18:30, gengið verður um skóginn og endað á kakói og piparkökum.
Miðað við hvernig veðurspáin er þá gæti orðið stjörnubjart, og jafnvel gæti verið sætanlega tunglbjart þar sem sex dagar eru í fullt tungl.
Klóarfjall og Kyllisfell 13. nóv.
Gangan á Klóarfjallið og Kyllisfellið liggur upp Grændalinn að austanverðu. Í sumum heimildum er talað um að hann hafi heitið Grendalur en má það nokk liggja á milli hluta, grænn er hann(allavega á sumrin) með hitauppsprettum hér og þar.
Félagsfundur Ferðafélags Árnesinga Boðað er til félagsfundur fimmtudaginn 4. nóvember n.k. kl:20:00 í félagsheimili karlakórsins að Eyrarvegi 67. Selfossi Efni fundar: Á fundinn kemur Jóni Gauti Jónsson leiðsögumaður með meiru…
Bjarnarfell og nágrenni 23. okt. Bjarnarfell ,Sandfell og Stórahálsfjall í Ölfusi. Gengið er frá bænum Nátthaga í Ölfusi um Æðagil .