Fjallabak 22. ágúst.
Mér þykir það miður að þurfa aflýsa ferðinni inn í Landmannalaugar .Þetta er gert vegna COVID-19 og þá um leið þeirra tilmæla sem komu fram í leiðbeiningum frá heilbrigðisráðherra um 2. metra fjarlægð á milli manna sem er regla sem er ekki valkvæð. ÁBYRGÐ-SKYNSEMI-VIRÐING.
Sjáumst vonadi sem fyrst á fjöllum.
Gjaldkeri okkar mun endurgreiða/leggja inn á viðkomandi. Vinsamlegast sendið bankaupplýsingar á hana sigrun.helga@simnet.is
Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin “andstæður og fjölbreytileiki”. Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt. Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun. Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir.
(more…)