Stokkseyri-Þorlákshöfn
Stokkseyri-Þorlákshöfn 18. febrúar
Nýtt sett inn sunnudaginn 12.02
Miðan við hvernig langtímaveðurspáin er fyrir næstu helgi og hvernig stendur á fjöru, háfjara kl:09:42 og spáin norðvestan, -3. stig og heiðskýrt, þá stefnum við á það að gangan hefjist í Þorlákshöfn. 
Fjaran frá Stokkseyri og vestur fyrir Eyrabakka er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ferðamanna. Þjórsárhraun þekur landsvæðið milli Ölfusár og Þjórsár en það er víða hulið þykku jarðvegslagi. Hraunjaðarinn er nú marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka og það myndar skerjagarðinn þar úti fyrir og nær mörg hundruð metra út.. Hraunið er víðast um 15-20 m þykkt en um 40 m þar sem það er þykkast.