Eyjar 21. maí

Eyjar 21. maí

Vestmannaeyjar liggja um 10 km suður undan Landeyjasandi. Eyjaklasinn er 16 eyjar, auk um 30 dranga og skerja. Eyjarnar eru sæbrattar og víðast hvar þaktar graslendi. Stærsta eyjan mun vera Norðurey – heiti yfir Ísland, en á henni búa um 318.000 manns.

(more…)

Comments Off on Eyjar 21. maí

Laufskörð-Hátindur

Laufskörð-Hátindur 7. maí

Ekið sem leið liggur upp í Mosfellsdal og beygt til hægri (vinstri) við Selholt, sem er nokkuð fyrir ofan hús Skáldsins, Gljúfrastein. Verður þeim vegi fylgt yfir hálsinn, framhjá Skeggjastöðum og yfir Leirvogsá hjá Hrafnhólum. Skömmu síðar er komið að hliði á hægri hönd sem farið verður í gegnum(ef það er ekki læst) og þeim vegi fylgt alveg að bílaplani við göngubrú yfir Skarðsá þar sem gangan hefst.

(more…)

Comments Off on Laufskörð-Hátindur

Alviðra – Inghóll

Alviðra – Inghóll 20. apríl

Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið

Um leið og félagið vill þakka fyrir glæsilega metþátttöku í gönguna síðasta vetradag á sl. ári, en í þá göngu mættu 60. manns. Höfum við ákveðið að vera með álíka kvöldferð 20. apríl n.k. síðasta vetradag (frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.

(more…)

Comments Off on Alviðra – Inghóll

Búrfell Þingvallasveit

Búrfell Þingvallasveit 23. apríl

Mörg fjöll á Íslandi bera sama nafn eins og Búrfell.  En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar.

(more…)

Comments Off on Búrfell Þingvallasveit

Milli hrauns og hlíðar, Blákollur – Eldborgir

Milli hrauns og hlíðar, Blákollur – Eldborgir 26. mars

Blákollur er eitt af fjöllunum sem fáir taka eftir á leið sinni eftir Suðurlandsveginum, þetta fjall sem rís 532 m.y.s. er ekki mjög erfitt uppgöngu. Gengið er á það eftir hrygg sem gengur út úr því að NA-verðu.

(more…)

Comments Off on Milli hrauns og hlíðar, Blákollur – Eldborgir

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur 12. mars

ATH. breyting á upphafsstað göngu, farið inn á heiðina til norðurs fyrir ofan Hveradalabrekku

Nú verður fetað í fótspor forfeðranna og hluti af gömlu þjóðleiðinni yfir Hellisheiði gengin. Haldið verður frá þeim stað þar sem Sæluhús SVFÍ stóð á Hellisheiðinni og gengið þaðan í vesturátt að Hellisskarði sem er fyrir ofan Kolviðarhól. Sú leið er öll vörðuð axlarháum vörðum með jöfnu millibili. Á miðri leiðinni er haganlega hlaðinn kofi úr hellugrjóti sem veitti lúnum ferðalöngum húsaskjól í slæmum veðrum.

(more…)

Comments Off on Hellisheiðarvegur

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður haldinn föstudagskvöldið 11 mars. n.k. kl: 20:00 í karlakórsheimilinu að Eyrarvegi 67 Selfossi. Eftir venjuleg aðalfundarstörf, um kl: 21:00 kemur Bjarni Harðarsson á fundinn og flytur…

Comments Off on Aðalfundur

Að ferðalokum

Upp með Hengladalaá áttum við í morgun ævintýrin ekki smá umvafin af klettaborgum. Sönglaði áin, söng við foss seyðandi tók  Kári undir. Melódían minnir oss á magnaðar gleði stundir. Héldum…

Comments Off on Að ferðalokum

Hengladalaá – Kambar.

Hengladalaá – Kambar 26. febrúar

Kambar er brött hlíðarbrekka austan í Hellisheiði vestan við Hveragerði. Hraunflóð hafa runnið þar niður nær 240 m háa hlíðina. Kambavegur þótti fyrrum all græfralegur.

(more…)

Comments Off on Hengladalaá – Kambar.

Þjórsárós-Stokkseyri

Þjórsárós-Stokkseyri, sunnudaginn (Konudaginn) 20. febrúar

Gengið frá Fljótshólum að Þjórsárósum vestur með ströndinni að Stokkseyri. Á leiðinni eru t.d. Knarrarósviti og rjómabúið á Baugstöðum en þar er minjasafn. Þjórsá er ein af vatnsmestu ám landsins og áhugavert að koma að ósum hennar.

(more…)

Comments Off on Þjórsárós-Stokkseyri