Jósepsdalur

Laugardaginn 4. febrúar n.k verður haldið upp í Jósepsdal og hann genginn á enda, já og merkilegt nok til baka aftur. Jósepsdalur er dalskál undir Vífilsfellinu vestanverðu og Ólafsskarði að austan, þar sem lá fyrrum alfaraleið milli Reykjavíkur og Ölfuss.

Sagt er, að Jósep nokkur hafi búið í dalnum.  Hann var hagur smiður en munnsöfnuður hans var hroðalegur.  Hann bölvaði og ragnaði eitt sinn svo mikið, að bær hans sökk.  Skíðadeild Ármanns átti skíðaskála í dalnum, sem var fjölsóttur á fyrri hluta 20. aldar.
Í dag er Jósepsdalurinn aðallega notaður sem leiksvæði fyrir torfæruhjól og klettaklifrara.
Á svæðinu eru um 30 steinar sem notaðir eru til klettaklifurs. Einn steinn er alveg niðri í dalnum en restin af steinunum er uppi í fjallshlíðunum, mörg skemmtileg nöfn eru á sumum þessara  klifur leiða, nefndar eru hér nokkur: Allir á búlluna, Blóðslóð, Flengdi apinn, Hallamálið, Jósep smiður, Kaupmaðurinn á horninu, Skafa sköflungana og síðan eru nokkur sem eiga ekki heima á svona virðulegum vef eins og þessum.


Eins og jafnan í viðburðum Ferðafélags Árnesinga, er ekkert þátttökugjald, nema annað sé tekið fram. Það er svo samkomulags atriði milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín. Eins og alltaf þá eru allir velkomnir.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla.

Vegalengd: um 9-10 km, fer eftir færð.
Göngutími: um 3-4 klst, fer eftir færð.

GPS til viðmiðunnar
Heimildir: veraldarvefurinn, klifur.is
Með kveðju Ferðafélag Árnesinga