Arnarfell

Arnarfell í Þingvallasveit 21. janúar

21.janúar næstkomandi verður gengið á Arnarfell í Þingvallasveit í annarri gönguferð ársins, létt ganga sem býður upp á heillandi útsýni yfir Þingvelli. Þau fjöll sem við sjáum eru. td. Esjan, Skálfellið, Kjölur, Búrfellið, Botnssúlurnar, Gagnheiðin(förum þar um síðar í sumar), Ármannsfellið, Lágafellið, Þórisjökull, Skjaldbreiður, Hrafnabjörg og Kálfstindar.

Eins og jafnan í viðburðum Ferðafélags Árnesinga, er ekkert þátttökugjald, nema annað sé tekið fram. Það er svo samkomulagsatriði milli þeirra sem ferðast saman í bíl, hvernig þeir deila þeim kostnaði á milli sín.Eins og alltaf þá eru allir velkomnir.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla.

Vegalengd: um 5-7km

Göngutími: um 2-3 klst

GPS til viðmiðunar

Heimildir: Alnetið

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga