Litli og StóriMeitill

Litli og StóriMeitill 21. apríl

Ekið sem leið liggur upp í Þrengsli. Þegar komið er að LitllaMeitli, er beygt út af veginum til hægri inn á vegslóða þar sem gangan hefst.

(more…)

Comments Off on Litli og StóriMeitill

Inghóll

Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið

Um leið og félagið óskar ykkur gleðilegs sumars og þakkar fyrir góða þátttöku í gönguferðum vetrarins, höfum við ákveðið að vera með kvöldferð 18. apríl n.k.síðasta vetradag (frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.

(more…)

Comments Off on Inghóll

Hengill

Hengill/ Vörðuskeggi um Skeggjadal 7. apríl

Hengillinn er svipmesta fjallið á Hellisheiðinni. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m). Hengilssvæðið er gríðarlega skemmtilegt til göngu og hægt að velja um ótal leiðir sem eru ólíkar hvorri annarri og við allra hæfi, stuttar og langar. Fjallganga á Skeggja er kannski ekki auðveld, en skemmtileg og fjölbreytt ganga. Raunhækkun er rúmlega 400 metrar.

(more…)

Comments Off on Hengill

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall að vestanverður 24. mars.

Gangan hefst við Þórustaðanámuna, höldum síðan vestur með fjallinum framhjá Silfurberginu sem skagar útúr vesturhorni fjallsins, þar upp af er Arnarnípan vinsæll staður Hrafna. Héðan liggur leið okkar undir vestur hlíðum fjallsins, með Hólstaðagilið á hægri hönd, gegnum Strórgrýtið, upp Lyngbrekkurnar með Kaldbak (311 m.y.s) fyrir norðan okkur.

(more…)

Comments Off on Ingólfsfjall

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður haldinn föstudagskvöldið 9 mars. n.k. kl: 20:00 í karlakórsheimilinu að Eyrarvegi 67 Selfossi. Að loknum aðalfundi um kl: 21:00 kemur Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson á fundinn og…

Comments Off on Aðalfundur

Hestfjall

Hestfjall 3. mars

Enn leggjum við í’ann, nú er áætlunin að fara á Hestfjallið eitt af þekktari fjöllum í Grímsnesinu.
Gengið er á Hestfjallið frá bænum Vatnsnesi, en tún bæjarins ná nánast að fjallinu. Eins og áður sagði er Hestfjallið eitt af þekktari fjöllum í Grímsnesi.

(more…)

Comments Off on Hestfjall

Stokkseyri-Þorlákshöfn

Stokkseyri-Þorlákshöfn 18. febrúar

Nýtt sett inn sunnudaginn 12.02

Miðan við hvernig langtímaveðurspáin er fyrir næstu helgi og hvernig stendur á fjöru, háfjara kl:09:42 og spáin norðvestan, -3. stig og heiðskýrt, þá stefnum við á það að gangan hefjist í Þorlákshöfn. Smile

Fjaran frá Stokkseyri og vestur fyrir Eyrabakka er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ferðamanna. Þjórsárhraun þekur landsvæðið milli Ölfusár og Þjórsár en það er víða hulið þykku jarðvegslagi. Hraunjaðarinn er nú marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka og það myndar skerjagarðinn þar úti fyrir og nær mörg hundruð metra út.. Hraunið er víðast um 15-20 m þykkt en um 40 m þar sem það er þykkast.

(more…)

Comments Off on Stokkseyri-Þorlákshöfn

Jósepsdalur

Laugardaginn 4. febrúar n.k verður haldið upp í Jósepsdal og hann genginn á enda, já og merkilegt nok til baka aftur. Jósepsdalur er dalskál undir Vífilsfellinu vestanverðu og Ólafsskarði að austan, þar sem lá fyrrum alfaraleið milli Reykjavíkur og Ölfuss.

(more…)

Comments Off on Jósepsdalur

Arnarfell

Arnarfell í Þingvallasveit 21. janúar

21.janúar næstkomandi verður gengið á Arnarfell í Þingvallasveit í annarri gönguferð ársins, létt ganga sem býður upp á heillandi útsýni yfir Þingvelli. Þau fjöll sem við sjáum eru. td. Esjan, Skálfellið, Kjölur, Búrfellið, Botnssúlurnar, Gagnheiðin(förum þar um síðar í sumar), Ármannsfellið, Lágafellið, Þórisjökull, Skjaldbreiður, Hrafnabjörg og Kálfstindar.

(more…)

Comments Off on Arnarfell

Dagskrá 2012

Ferðaáætlun Ferðafélags Árnesinga fyrir árið 2012. Gönguræktin er alla miðvikudaga. Mæting  kl. 20 við Samkaup Tryggvagötu 40. Selfossi,  gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Þátttaka…

Comments Off on Dagskrá 2012