Dagmálafjall
Dagmálafjall 10. september
Af hlaðinu í Stóru-Mörk blasir við manni allhátt fjall, Dagmálafjall, sem einnig er eyktarmark. Á þetta fjall ætlum við að ganga. Þó svo fjallið blasi við frá Stóru-Mörk er sennilega best að ganga á það frá Syðstu-Mörk. Er þá gengið í norðaustur frá bænum skáhallt upp hlíðina. Fljótlega verður á vegi okkar allsérkennilegt mannvirki.